Ég tók saman nokkrar vörur sem að stóðu upp úr hjá mér yfir árið og skipti þeim niður í nokkra lista. Byrjum á þeim sem að allir bíða eftir, bestu farðar og hyljarar ársins 2017.

JOUER COSMETICS Essential High Coverage Creme Foundation

Þessi farði kom mér virkilega á óvart. Full þekja, gullfallleg áferð og endalaus (næstum því) ending á húðinni. Olíulaus og gefur matta áferð án þess að virka þurr. Inniheldur kamillu og gúrku extrakt ásamt Hýalúronsýru svo hann gefur húðinni góðan raka á meðan hann er á. Þið getið lesið meira um hann hér.

YVES SAINT LAURENT BEAUTY All Hours Full Coverage Matte Foundation*

Klárlega besti farðinn frá Yves Saint Laurent til þessa. Góð þekja, frábær ending og falleg áferð. Dregur úr sýnileika á fínum línum og svitaholum ásamt því að draga í sig umfram olíur sem myndast á húðinni yfir daginn.  Þið getið lesið meira um hann hér.

GUERLAIN Lingerie de Peau Foundation*

Farði sem að fullkomnar þína húð, verður aldrei kökulegur, gefur miðlungs þekju og óaðfinnanlega áferð. Þið getið lesið meira um hann hér.

BOBBI BROWN Skin Foundation Stick 

Farðastiftið frá Bobbi Brown gefur fallega, náttúrulega áferð en á sama tíma miðlungs til fulla þekju. Ótrúlega fallegur á myndum og endist vel á húðinni. Formúlan er mjúk og auðvelt að blanda hana út, ekki of olíukennd en ekki of þurr heldur.

LANCOME Teint Idole Ultra Cushion Foundation* 

Olíulaus og hlaðinn litarefni, gefur létta en vel byggjanlega þekju með formúlu sem að endist vel. Frábær sem dagsdaglegur farði og eini farðinn 2017 sem að ég kláraði upp til agna. Hægt er að kaupa áfyllingar í hann sem að er góður kostur. Dósin er í góðri stærð, falleg og gott að hafa hann í veskinu.

TARTE COSMETICS Shape Tape Contour Concealer  

Gerir allt sem ég vil að hyljari geri. Felur ójöfnur og húðholur, þekur mjög vel og gefur fallega “photoshoppaða” áferð án þess að vera of kökulegur. Hann er þó þéttur í sér og þykkur svo það þarf ekki að nota mikið í einu.

BECCA Aqua Luminous Perfecting Concealer

Léttur, rakagefandi og gefur húðinni fallegan ljóma. Frábær sem dagsdaglegur hlyjari undir augun og líka með öðrum þyngri hyljurum til að þynna þá út (nota hann mikið með Shape Tape t.d.).

GUERLAIN Multi-Perfecting Concealer*  

Létt formúla sem að er fullkomin undir augun. Þekur dökka bauga, jafnar áferð undir augum og gefur húðinni heilbrigt, ljómandi útlit.

YVES SAINT LAURENT BEAUTY All Hours Concealer*

Góð þekja og haggast ekki yfir daginn. Hyljari úr sömu línu og All Hours farðinn.

BECCA Under Eye Brightening Corrector*

Ekki hyljari sem slíkur heldur leiðréttari. Formúlan er sanseruð, þétt og ljómandi, hönnuð til að endurkasta ljósi þannig að baugar og fínar línur í kringum augun virðast hverfa. Frábær einn og sér til að fríska aðeins upp á útlitið en ennþá betri undir aðra hyljara. 2018 er væntanlegur annar litatónn sem að hentar dekkri húðtýpum ásamt púðri og primer sem að á að vera sérstaklega hannað fyrir augnsvæðið, ég býð spennt eftir þeim nýjungum.

*Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

Share: