Að velja einungis 5 palettur fyrir 2017 var nokkuð erfitt þar sem að gefinn út var heill hellingur af augnskuggum, skyggingarpalettum og varalitapalettum. Samkvæmt fylgjendum mínum á snapchat var mesti áhuginn fyrir mínum uppáhalds augnskuggapalettum svo hér eru þær. Ekki allar þeirra komu út 2017 en þær voru svo sannarlega mikið notaðar yfir árið.

   COLOURED RAINE  Queen of Hearts

Ég kynntist Coloured Raine förðunarvörunum snemma árs og hef kolfallið fyrir augnskuggunum frá merkinu. Queen of Hearts palettan er á toppnum fyrir 2017 enda lang mest notuð. Frábærir mattir litir og gullfallegir metallics sem gefa djarft útlit. Meira um hana hér.

MELT COSMETICS Rust Stack

Ekki 2017 paletta en fyrir mér er þessi litasamsetning fullkomnun, allir mattir, allir litsterkir og allir í miklu uppáhaldi. Meira um hana hér. 

JEFFREE STAR COSMETICS Androgyny

Ótrúlega fallegir litir, frábær formúla og gott pigment, Jeffree Star er ekki að leika sér í vinnunni heldur veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég bíð mjög spennt eftir komandi palettum. Meira um hana hér. 

VISEART Warm Mattes

Hin fullkomna matta paletta fyrir okkur sem fýlum hlýtóna matta liti. Hágæða augnskuggar, unaðslegt að vinna með þá og hæfilega litsterkir. Meira um hana  hér.

NATASHA DENONA Palette 5 Holiday Edition – Aries

Ég eignaðist þessa í lok árs en hún ruddi sér inn á listann þrátt fyrir stutt kynni. Ef ykkur langar í virkilega góða, litsterka augnskugga sem gott er að blanda þá mæli ég með að fjárfesta í 5 lita palettu frá ND.

Vörurnar keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð.

Share: