Vöruna fékk ég að gjöf frá tigerlily.is

Ég hef beðið óralengi eftir því að segja ykkur frá þessari vöru.

Ég hef mikið verið að skoða B3 vítamín sem innihaldsefni í snyrtivörum og virkni þess á húð, auðvitað þar sem að ég fylgist mikið með nýjungum í bransanum og vinsælum efnum. Being me, þá ber ég mikið vantraust til snyrtivörumerkja og vil ekki prófa neitt nema hafa kynnt mér það mjög vel. Þessvegna gladdi það mig ógurlega þegar Paula’s Choice kynnti 10% Niacinamide Boosterinn en ég hef verið að nota vörur frá þeim í langan tíma núna og virkilega treysti þeim til þess að framleiða góðar vörur með gæða innihaldsefnum. Eins og alltaf þá gaf ég mér góðan tíma í að prófa vöruna.

dsc_0075-2

10% Niacinamide Booster er vökvi sem kemur í glasi með dropateljara, það er mælt með að bæta 2-3 dropum af því út í krem eða serum en það má líka nota það eitt og sér. Ég byrjaði fyrstu vikuna á því að nota það út í krem sem að hentaði minni yndislegu húð ekki og fékk ég því ekki þær niðurstöður sem ég vildi svo ég breytti til og bætti dropunum út í rakaserumið mitt alltaf á kvöldin eftir hreinsun. Ég var búin að nota dropana í 3 vikur þegar ég var að mála mig eitt kvöldið og var komin 10 cm frá speglinum að skoða á mér andlitið en svitaholurnar hafa aldrei verið jafn fíngerðar og þær eru núna. Ég sé mestan mun á húðinni við hliðina á nefinu og út á kinnar en það eru einmitt húðholurnar sem hafa farið mest í taugarnar á mér í gegnum tíðina þar sem að þær oftar en ekki vilja sjást í gegnum farða o.fl. Núna ef ég set á mig hyljara þá sjást þær ekki neitt vegna þess hve fíngerðar þær eru orðnar en það var mín megin ástæða fyrir notkun á dropunum. Ég tók líka eftir minnkuðum roða í húðinni og þegar ég fékk bólur þá fannst mér það hjálpa við að minnka þrota og bólgur í þeim svo þær virtust ekki vera eins stórar og áberandi.

dsc_0078

B3 vítamín (niancin) hefur ótrúlega mögnuð áhrif á húð samkvæmt rannsóknum en Niancinamide er afleiða vítamínsin. Það er mikið notað fyrir aknihúð (bólótt húð) vegna þess hversu bólgueyðandi það er en af sömu ástæðu er það einnig notað á húðsjúkdóma eins og rósroða og psoriasis með góðri útkomu. Niancinamide hamlar niðurbrot á kollageni og elastíni, byggingarefnum og teygjuþráðum húðarinnar en með aldrinum hægist á framleiðslu þeirra og húðin missir teygjanleikann, þess vegna fáum við línur og hrukkur. Klinískar rannsóknir sýna fram á að efnið dragi saman og minnki svitaholur og hafi því áhrif á áferð húðar. Það hefur húðlýsandi áhrif með því að hindra það að litafrumur komist til húðfrumna, styrkir ytri lög húðarinnar og jafnar fituframleiðslu.

Ég gæti mögulega haldið áfram með lista af virkni efnisins en mér grunar að ég hafi made my point. Droparnir eru komnir til að vera í minni húðrútínu eins og restin af vörunum frá Paula’s Choice og hlakka ég til að sjá enn meiri árangur með meiri notkun. Eins og alltaf minni ég á að til þess að sjá hvort að varan virki í raun og veru fyrir þig þarftu að prófa hana í amk 28-30+ daga því að það er tíminn sem það tekur húðina að endurnýja sig frá botnlagi og upp.

Takk fyrir mig Tigerlily.is

undirskrift

Share: