Varan var gjöf frá fotia.is.

Þar sem L.A. Girl flokkast undir “drugstore” eða ódýrar snyrtivörur hafði ég allan vara á, farðasnobbið er það mikið og ég viðurkenni að ég hafði mínar efasemdir. Ég held að það hafi enginn farði farið í gegnum jafn langt og strangt prófunarferli og þessi. Hann er búinn að vera í prófun síðan um miðjan desember, ég hef verið að nota hann á mig og á aðra til þess að sjá hvernig hann er á mismunandi húðgerðum.

Eftir allt þetta ferli hef ég komist að því að mér líkar virkilega vel við þennan farða, hann myndast ótrúlega vel og er fallegur á húðinni. Áferðin á honum er mjög “dewy”, á húðinni glansar hann vel og gefur húðinni góðan ljóma. Fyrir mína blönduðu húð myndi hann ekki endast ef ég púðra hann ekki en ég festi hann vel á t-svæði þar sem ég er olíukennd, annars myndi hann bara renna til og verða að klessu. Farðinn þornar aldrei alveg á húðinni og þá sérstaklega ekki á feitari svæðum. Hann inniheldur vítamín E, A og C sem að hafa andoxandi áhrif á húðina og gefa henni raka og er án parabena. Ég á litinn Fair, sem að er líklegast dekksti Fair litur sem að ég hef séð. Hinsvegar slær L.A. Girl heldur betur í gegn með alveg hvítum farða sem hugsaður er til að blanda litina út (eða nota einan og sér). Þessi hugmynd er frábær fyrir brúnkupésa eins og mig sem að skiptir um húðtón tvisvar í viku.

Endingin á honum er um það bil 6 tímar, meira ef að ég púðra hann extra vel og nota mattandi rakakrem undir hann. Þar sem að hann er extra ljómandi þá verð ég olíukennd fljótar í gegnum hann og fer hann að skilja sig við nefið. Hann hentar því betur þurrari húðgerðum en þeim feitu nema rétt sé farið að.

Nafnið á farðanum er ein löng rausa eða “a mouthful” eins og sagt er á góðri ensku. Það á greinilega ekkert að fara framhjá neytendanum þegar varan er skoðuð, PRO Coverage High Definiton Long Wear Illuminating foundation þó að það sé nú oftast stytt að ég held. Án þess að vilja hljóma eins og algjör snobbhæna þá er ég virkilega hissa að 1690kr farði sé svona líka ótrúlega fínn en ég viðurkenni að ég reyndi og reyndi að finna cons við hann. Það sem ég fann út er að hann er virkilega dewy, hugsið ykkur ótrúlega ljómandi farða og margfaldið hann með x10 – þá fáið þið þennan. Þegar ég púðra hann ekki niður er hann of klístraður fyrir mig en ég púðra hvorteð er alla farða niður svo ég get ekki látið það trufla mig.

Hann er bara beautiful. I’m shook.

Ég hef tekið eftir því að það þarf að þrífa hann einstaklega vel af vegna þess að hann er silicon based og hrindir frá sér vatni, ég mæli því með því að taka þrefalda hreinsun svo að hann sé 100% farinn af húðinni fyrir svefn.

Vörurnar frá L.A. Girl eru Cruelty free.

Takk fyrir að lesa, xx

undirskrift

snapcode

Share: