Varan var gjöf frá Guerlain á Íslandi.

Margir þekkja og hafa séð Terracotta línuna frá Guerlain.

Ég fékk að prófa Joli Teint Beautifying foundation – Sunkissed, Healthy Glow! Hann er fisléttur, hreyfist ekki eftir ásetningu heldur þornar á húðinni og gefur henni ótrúlega fallega áferð. Ég hef verið að nota þennan farða einann og sér með smá auka ljómapúðri á kinnbeinin sem “no-makeup” útlit. Fyrir meiri þekju nota ég Multi Perfecting Concealer frá Guerlain (sem ég hef sagt ykkur svo oft frá) og Terracotta bronzer trio.

Yfir sumartímann leitast ég eftir léttum förðum eða bb-kremum fyrir létta og frísklega áferð. Þegar húðin er örlítið sólkysst er svo fallegt að leyfa freknunum að sjást í gegn.

Á myndinni er ég aðeins með farðann og ljómapúður á húðinni.

Takk fyrir að lesa, xx

Share: