Varan var gjöf frá Shine.is

Það er svo ótrúlega langt síðan ég settist niður til að skrifa um eitthvað fallegt. Innblásturinn hefur bara ekki verið til staðar hingað til en það breyttist snögglega þegar ég fékk þessa vöru í hendurnar enda hef ég beðið lengi eftir henni.

Já, það er hið umtalaða Touch In Sol Metallist Liquid Foil & Glitter Shadow Duo. Kremaugnskugga tvenna sem að einfaldar ÖLL skref glamúr augnförðunnar. Touch in Sol er nýlegt förðunarmerki frá Kóreu sem að fylgir tískustraumunum í förðun og húðumhirðu. Kóreskar snyrtivörur (K-beauty) hafa verið gífurlega vinsælar undanfarið ár enda oft með spennandi innihaldsefni og öðruvísi aðferðir. Ég fékk einnig maska frá merkinu sem að ég mun prófa með ykkur á snapchat við tækifæri (rebekkaeinars).

Öðru megin er kremskuggi með metal áferð sem hægt er að nota einan og sér eða með glimmer duftinu sem er hinumegin.

Glimmerið er svo einskonar blanda af metallic flögum og glimmerflögum, það er sett yfir kremaugnskuggann sem að heldur því á sínum stað og saman magna þeir hvorn annan upp.

Litirnir í sitthvoru lagi.

Og svo saman. Minn litur er númer #1 og heitir Margaret, ótrúlega fallegur rósgylltur litur.

Ég setti einfaldlega einn blöndunarlit í globus/crease og setti svo duo-ið á augnlokið. Mögnuð áferð sem það gefur og einfaldara verður það ekki. Ég hef oft verið að vinna með vörur sem hafa svipað concept en þær hafa aldrei virkað eins vel og þessi. Til þess að sjá hvaða vörur ég notaði í þessa förðun mæli ég með því að fylgja mér á instagram.

Takk fyrir að lesa, xx

Share: