ALIEN er nýjasta palettan frá Jeffree Star Cosmetics og kom hún út fyrir hátíðaranar sem partur af “Holiday Collection” 2018. Hún fékk misgóðar móttökur vegna einkennilegs útlits og litasamsetningu en mikil umræða var um það hvort að hönnunin væri stolin af Hot Topic sem gáfu út svipaða palettu fyrir þónokkru. Einnig þótti fólki ekki litasamsetningin henta fyrir “holiday” en palettan er vægast sagt…öðruvísi.

Ég fór fram og til baka um það hvort ég ætti að næla mér í hana en eins og þið sjáið þá eru litirnir í kaldari tónum en ég er vön og útlitið á palettunni er eitthvað sem ég hef ekki smekk fyrir. Reyndar er líklega Blood Sugar eina palettan sem ég hef smekk fyrir útlitslega frá merkinu en það er annað mál. Ég ákvað þó að til þess að halda fullkomið safn þyrfti ég að eignast ALIEN líka og ég sé ekki eftir því, ekki mikið allavega. Pælingin með palettunni var að breyta til, Jeffree vildi ekki enn eina brúna hlýtóna palettu á markaðinn (sem við sáum þónokkuð af yfir árið 2018) og vildi líka vinna með nýtt form, geimveruhöfuð. Palettan er mjög stór og vegleg með góðan spegil og ágæt þyngd á henni. Það er segull sem heldur palettunni lokaðari þegar hún er ekki í notkun og hægt er að setja lokið alveg aftur svo hún er fyrirferðaminni á borði/í hendi. Bleikt gervileður og útstæð geimveruaugu gefa palettunni mjög svo einstakt útlit sem stendur út í hvaða förðunarsafni sem er.

Litasamsetningin venst alveg og hún er skemmtilega krefjandi þegar setja saman á heila augnförðun úr einni palettu. Það er mjög gaman að vinna með ólíka liti þó það sé lúmkst þema innan palettunar. Formúlan er sú sama og í Blood Sugar, við höfum hér átján“unique, out-of-this-world shades”, ellefu matta liti og sjö metallic/shimmer liti. Þeir eru mjög litsterkir og margir hverjir pressað pigment svo það þarf að fara varlega í þá, mér fannst t.d. Martian Soil stundum verða pínu patchy á Plouise augnskuggagrunninum ef hann var of blautur. Ég swatchaði ekki litina fyr en ég fór að vinna fræsluna en ég er farin að swatcha palettur bara fyrir ykkur, ég sé mun betur hvernig litirnir eru eftir því hvernig þeir vinna eða eru “in action”.  Mér finnst Ghost OG ótrúlega fallegur en ég bara get ekki unnið með hann sama hvað ég reyni þá blandast hann ekki eins fullkomnlega út í crease og ég myndi vilja en ég hef notað hann við augnháralínuna og blandað hann út í smokey liner með góðum árangri.  Abduction, Flying Saucer, Aria 51 og Black Hole eru bomb.com og ótrúlega skemmtilegt að vinna með þá. Black Hole er fyrsti matti svarti augnskugginn frá merkinu og veldur hann ekki vonbrigðum, djúpsvartur og fellur ekki.  Allir metallic litirnir eru frábærir en ég held mest upp á Alien, Interstellar og Probe.  Á möttu litunum er lítið sem ekkert fallout en það þarf að passa það með metallic litina. Mér finnst best að setja metallic augnskuggana á með fingrinum til að fá allt sem þeir hafa uppá að bjóða og nota svo bursta í nákvæmisvinnu.

Pluto, Titan, Alien, Interstellar, Abduction, UFO, Gravitea, Martian Soil, Flying Saucer, Phone Home, Moon Rock, X-Files.

Ghost OG, Area 51, Space Cowboy, Probe, Tall Grey, Black Hole.

  

Palettan í heildina vinnur mjög vel með öðrum palettum frá Jeffree Star og finnst mér margir litir í henni bæta þær upp og fullkomna úrvalið. Ég held ég muni mest nota hana sem viðbót við hinar og vinna með þær saman. Skuggarnir eru góðir og formúlan í samræmi við Blood Sugar og Thirsty.

Ég keypti Alien Palette á heimasíðu Jeffree Star Cosmetics en það er einnig hægt að nálgast hana hjá Beauty Bay. Færslan er ekki kostuð.

 

 

Share: