Án þess að vera meðvituð um það þá hef ég átt mér uppáhalds augnskugga síðast liðið ár en ég áttaði mig á því um daginn þegar ég var að mála mig og greip blindandi í þá eins og af gömlum vana. Svo fór ég að skoða instagram hjá mér og gerði mér grein fyrir því hvað ég nota þetta alveg ótrúlega mikið og skammaðist mín eiginlega fyrir að hafa ekki sýnt ykkur almennilega!

Já, ef þið fylgið mér á Snapchat eða Instagram þá hefur það örugglega ekki farið framhjá ykkur að ég nota Rust Stack frá Melt Cosmetics mjög mikið. Ég eignaðist þessa “palettu” fyrir þó nokkru og hef notað hana í næstum því aðra hverja förðun sem að ég hef gert, sérstaklega ef að ég er að gera farðanir bara “fyrir mig” þegar ég er að fara eitthvert.

Litirnir eru allir mattir, ótrúlega basic, hlýjir og rusty. Fyrst og fremst eru umbúðirnar svo ótrúlega þægilegar og gott að ferðast með skuggana án þess að hafa áhyggjur að þeir brotni. Það er segull þeim öllum og er hægt að raða þeim saman í turn svo það fer líka lítið fyrir þeim. Pönnurnar eru stórar eða 3.57 grömm hver og litirnir eru það sterkir að ekki þarf mikið af þeim. Þið sjáið á myndunum að þrátt fyrir mikla notkun sér ekki mikið á þeim og enginn kominn niður í pönnu.

Classic, Antique, Rubbish, Rust, og Rott.

Það er mjög erfitt að gera upp á milli þeirra en Rust er minn uppáhalds og mun ég að öllum líkindum kaupa hann stakann þegar ég klára hann.  Þið hugsið kannski “vá þetta eru ógeðslega basic litir” og já þeir eru það svo sannarlega en þetta eru akkurat mínir litir. Þar sem að þeir eru mattir þá hef ég notað þá mjög mikið með sanseruðum pigmentum, glimmerum og öðrum augnskuggum eða bara eina og sér.

Þeir eru fullkomnlega pressaðir svo að ein “dýfa” er nóg til þess að þekja pensilinn vel. Þeir blandast óaðfinnanlega og gefa mikla mýkt  í förðunina.

Á instagram (@rebekkaeinarsmua) getið þið séð farðanir með Melt Augnskuggunum, hérna notaði ég t.d. Rust, Rott og  Antique.

Ég á líka Love Sick Stack sem að er ekki síður fallegt og hef ég notað það mikið með Rust Stack, sérstaklega Amelie og Love Sick.

Promiscuous, Fixated, Amelie, Love Sick.

Vörurnar frá Melt Cosmetics eru dýrar en Rust Stack kostar $58 fyrir 5 augnskugga og Love Sick Stack kostar $48, hver augnskuggi er þá á kringum $12 í setti en stakur skuggi hjá Melt kostar $17. Rust Stack var algjörlega þess virði miðað við notkun en komið heim með klassískri sendingu ($10) og tollum samkvæmt reiknivél er hann á 8.747 kr. Í næstu viku kemur út nýr Stack með guðdómlegri litasamsetningu sem að ég auðvitað VERÐ að eignast svo stay tuned!

Rust Stack

Love Sick Stack 

Vöruna keypti ég mér sjálf og er færslan ekki kostuð.

 

Share: