Færslan er ekki kostuð.

Androgyny is the combination of masculine and feminine characteristics.”

Önnur pallettan úr smiðju hins umdeilda Jeffree Star. Androgyny er sögð vera “neutral” paletta og jú vissulega eru litirnir meira jarðtengdir en úr fyrri palettunni – Beauty Killer. Ég er búin að bíða spennt eftir þessari palettu síðan í haust og varð ennþá spenntari fyrir henni þegar promo myndirnar komu út.

Förðun er ekki bara fyrir einn hóp, heldur alla. Ég missti allt vatn og slef þegar ég sá að Adore Delano, ein af mínum uppáhalds dragdrottningum, var módel fyrir auglýsinguna. Ásamt Jeffree sjálfum og Nikita Dragun sem hefur verið mjög opin og í sviðsljósinu, “a youth icon for transgender people”.

    

Frá h – v : Frosting, Safe Word, Charm, Déja Vu, Dominatrix.

Frá h – v: Androgyny, Fetish, Military, Poison, Swallow.

Ég notaði alla 10 litina úr palettunn í þessa förðun, svolítið Adore Delano inspo. Ég prófaði að nota þá með Mac Paintpot sem grunn og fannst það ekki blandast eins vel og þegar ég var með creamy grunn eins og hyljara. Mögulega afþví að augnlokin mín hafa verið þurr undanfarið.

Litirnir eru litsterkir, blandast vel og silkimjúkir. Charm og Military komu virkilega á óvart en það eru litir sem ég er alls ekki vön og var mjög spennt að prófa. Ég get eiginlega ekki valið einn uppáhalds lit ur palettunni og það er enginn sem er síðri en hinir. Litirnir eru svo sannarlega neautral, sérstaklega miðað við Beauty Killer sem er frekar “loud” paletta. Ef mér skilst rétt þá átti Androgyny að koma út í haust en tafðist í framleiðslu og fullkomnun. Litirnir eru því akkúrat þannig, haustlegir.

Mér finnst sanseruðu litirnir töluvert mýkri í Androgyny en þeir eru í Beauty Killer og virðist hafa verið löguð formúlan eða endurbætt. Ég sé vel fyrir mér að það verði jafn gaman að nota þær saman og það er að nota þær í sitthvoru lagi.

Palettuna keypti ég á útgáfudegi, 4. mars á heimasíðu Jeffree Star og var hún komin til mín 23. mars. Palettan kostaði $45, 4680 kr  og tollurinn var um 2000 kr. Mig minnir að sendingarkostnaðurinn hafi verið um 1300 kr svo palettan komin til landsins var á um það bil 7900-8000 kr.

Takk fyrir að lesa, xx.

Share: