Vöruna fékk ég senda sem gjöf.

Hello, beautiful! Þið þekkið mig og minn veikleika fyrir fallegum augnskuggapalettum, sérstaklega palettum sem bjóða upp á óteljandi möguleika og allt frá soft glam yfir í drag. Á laugardaginn kíkti ég í verslun Shine.is til þess að skoða nýju línuna sem var að lenda á Íslandi, BeBella cosmetics. Mikið af fallegum augnskuggapalettum eru í boði frá merkinu og gat ég ekki hamið forvitni mína. Ég fékk eina palettu að gjöf ásamt tveimur burstum frá BeBella til þess að prófa og viti menn, ég er heldur betur sátt með þessar vörur.

DSC_3106

DSC_3182

Paletturnar svipa til Morphe augnskuggana og má finna svo kölluð DUPES á milli merkja. Augnskuggarnir í þessari palettu komu mér skemmtilega á óvart, en þeir eru mjög litsterkir og glide on like butter ef þið skiljið hvað ég meina. Mjúkir og blandast vel við hvorn annan. Ég hlakka ótrúlega til þess að deila förðunum með ykkur upp úr þessari palettu, en eins og þið sjáið eru möguleikarnir margir. Ég tók swatches af nokkrum augnskuggunum til þess að sýna ykkur litina, en flestir þeirra þurftu bara eina stroku til þess að fá sterkan lit.

DSC_3117

Burstarnir frá BeBella, númer 123 og 118.

DSC_3120

undirskrift

 

Share: