Ég dýrka Chrissy Teigen og ég dýrka Becca, því varð ég augljóslega að næla mér í þetta collab.

Eins og flestir förðunarfræðingar þá er ég afskaplega hrifin af Becca Cosmetics. Þau framleiða meðal annars einstaklega mjúk og blindandi ljómapúður, ásamt frábærum kinnalitum og bronzerum. Ég hef verið tryggur elskandi Champagne Pop ljómapúðursins sem þau gerðu í samstarfi við Jaclyn Hill fyrir tveimur árum. Einnig hef keypt mér þónokkra kinnaliti, hyljara, primer, kremliti og margt annað.

Í þessari palettu fáum við 2 ljómapúður (highlighter), eitt sólarpúður og einn kinnalit.

Frá hægri til vinstri: Rose gold, Hibiscus Bloom, Malibu Soleil og Beach Nectar.

Rosegold er varanlegur litur í Shimmering Skin Perfector línunni, hinir eru hinsvegar allir nýjir í palettunni sem er limited edition. Litirnir eru frekar dökkir og henta því ekki ljósustu húðtýpunum.

Umbúðirnar eru æðislegar, gylltar og peach með áritun frá Chrissy.

Í samstarfi við Becca Cosmetics langaði mig einnig að segja ykkur að merkið er væntanlegt til landsins í oktober, ég hlakka mikið til að sýna ykkur meira. (Þar sem þessi paletta er limited edition þá er ég ekki viss um að hún komi hingað. )

Vöruna keypti ég sjálf.

Share: