#BECCABFFS Collection var framleitt í samstarfi við bestu vinkonurnar Khloé Kardashian & Malika Haqq. Það inniheldur tvær glæsilegar andlitspalettur, ljómastafi og fjóra varaliti.

 

Ég beið mjög spennt eftir þessu vörusafni frá þeim enda ótrúlega fallegar palettur og varalitirnir sem fylgja. Þið munið kannski eftir Be A Light palettunni sem kom út síðasta vor og er enn ein af mínum uppáhalds andlitspalettum, í henni eru tvö andlitspúður, einn bronzer og einn kinnalitur. Þessar palettur eru ekki jafn stórar og pönnurnar eru töluvert minni en þær stærstu í Be A Light. Uppsetningin er einnig önnur en í #BECCABFFS palettunum er eitt ljómapúður, tveir kinnalitir og einn bronzer.

Made with Love By Khloé palettan inniheldur bronzer í neutral-tan tón, hlýjan vanillulitaðan ljómalit, hlýjan ferskjulitaðan kinnalit og kaldan bleiktóna kinnalit.

Made with Love By Malika palettan inniheldur satín mattan bronzer í hlýum tan-tón, ljómalit með ferskjubleikum undirtón, kinnalit með gylltum rósartón og kinnalit með björtum kóraltón.

 

Glow letters eru krúttlegir bakaðir ljómapúðursstafir í bronze og kampavínslit sem hægt er að nota á andlitið, augun og líkamann. Mér finnst fallegast að renna yfir bringuna og axlirnar fyrir fallega áferð, ljóma og lit. Þeir minnna mig á gömlu góðu sólarpúðurskúlurnar sem ég stalst alltaf í hjá mömmu þegar ég var lítil, nema bara ennþá meira ljómandi. Umbúðirnar á þeim eru samt ekki alveg á sama stigi og restin af vörunum en innihaldið er gott.

Varalitirnir eru B-O-M-B.com en hér á myndinni höfum við Hot Tamale, bjartan rauðan varalit með hlýjum undirtónum, fullkominn fyrir vorið og sumarið.

Hérna notaði ég Malika palettuna, ég elska ljómapúðrið í henni með smá ferskjubleiku shift einnig er sólarpúðrið úr henni hæfilega litsterkt svo það er ekki of dökkt fyrir ljósari húðgerðir heldur er hægt að byggja það upp eða hafa það mildara.

Ég er mjög ánægð með vörurnar og tel líklegt að þær eigi eftir að verða mikið notaðar með hækkandi sól. Mér finnst báðar palleturnar ótrúlega fallegar og hef ég verið að nota þær mikið saman en hef notað Malika palettuna meira. Becca Cosmetics eru enn á toppnum í öllu sem viðkemur ljóma og ljómandi húð.

#BECCABFFS collection kom í takmörkuðu upplagi og er fæst til dæmis hjá Fotia.is.

Vörurnar fékk ég að gjöf.

 

Share: