smith
smith [smith] noun
A skilled craftsperson or artisan who works at something specified.

Mig hefur lengi vel langað að panta mér bursta frá Smith Cosmetics en þeir eru framleiddir af professional förðunarmeisturum með “sky high standards”.

Hárin eru þétt, hæfilega stíf og stutt blanda af 50/50 geitahárum og gervihárum. Skaftið er með bakteríudrepandi húðun og það er auðvelt að strjúka af þeim. 115 farðaburstinn er mjög þægilegt í hönd og gott jafnvægi á honum, ekki of þungur en ekki of léttur.  Ég hef bara verið að nota hann með fljótandi og púðurförðum svo ég hef ekki reynslu af honum með farðastiftum en hann á að vera góður í fljótandi, púður og kremfarða. Hann er hinsvegar líka frábær í hyljara og krem vörur eins og bronzer.

Ég elska hvernig hann blandar út farðanum og airbrushed áferðina sem að húðin fær. Þótt hann sé minni heldur en aðrir farðaburstar sem ég á finnst mér ég ekkert vera lengur að blanda farðann út og afþví hann er “lítill” þá passar hann vel undir augun líka. Ég þvoði hann áður en ég notaði hann fyrst en hann fór samt aðeins úr hárum sem er eðlilegt við fyrstu noktun en svo hef ég ekkert tekið eftir því. Ég finn mikinn mun á þeim professional burstum sem ég á og t.d. þeim sem eru minna vandaðir og ódyrari svo ég á klárlega eftir að fjárfesta í fleiri burstum frá Smith og byggja mér upp betra burstakit.

Ég hef séð þá hér og þar út um allt en af því þeir eru dýrir og dýrt að panta þá hingað heim þá hef ég aldrei látið verða að því. Það var ekki fyrr en ég óð inn í eina Selfridges verslun í Trafford Centre til að fylla á nokkar vörur að ég rakst á stand frá þeim. Auðvitað kom yfir mig smá panic því við höfðum ekki mikinn tíma til að stoppa og ég þurfti eiginlega að grípa bara eitthvað ASAP en út fór ég með farðaburstan sem mig hafði dreymt um ásamt einum augnskuggabursta. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað afgreiðslukonan hló af mér þegar ég hljóp aftur að standinum til að ná í bursta fyrir vinkonu mína líka (sem var að fríka út í símanum hjá mér).

115 farðaburstinn kostar $28.50 á heimasíðunni þeirra, ég man ekki hvað hann kostaði í Selfridges en það var líklega eitthvað sambærilegt. Smith Cosmetics sendir til Íslands en þá bætist auðvitað ofan á sendingarkostanður og tollar.

 

Share: