Betra seint en aldrei…ekki satt?

Ég gerði kosningu á Instagram um það hvernig þið vilduð helst sjá “best of 2018” og lang flestir kusu það að fá einn stórann lista í stað þess að flokka niður og setja inn fleiri mini. Við byrjum því árið 2019 með langloku lista yfir þær förðunarvörur sem mér þótti bestar og voru mest notaðar af mér árið 2018. Allar hafið þið þó séð áður á öðrum miðlum en nokkrar þeirra eru nýjar hér á blogginu.

AUGNSKUGGAPALETTUR

Mér til varnar þá voru ótrúlega margar fallegar augnskuggapalettur sem komu út yfir árið og það var MJÖG erfitt að velja úr. Skemmtilegt að sjá að tvö ár í röð eru augnskuggapalettur frá sömu förðunarmerkjunum á listanum.

KKW BEAUTY X MARIO

Mest notaða augnskuggapaletta 2018, og byrjun 2019 ef við förum út í þá sálma. Það er allt í henni sem ég þarf, formúlan er frábær og það er ótrúlega gott að ferðast með hana. Mín paletta hefur farið með mér til erlendis marg oft bæði í stuttar og lengri ferðir. Getum sagt það eins og það er, I’m going to need a backup. Nánar hér.

JEFFREE STAR BLOOD SUGAR

Ég held að Blood Sugar vinni augnskuggapaletta ÁRSINS hjá förðunarheiminum en hún hefur eflaust  verið seld í milljóna tali og í hvert skipti sem hún er sett í sölu þá selst hún upp um leið. Á deginum sem hún kom fyrst út seldust 100,000 eintök á aðeins þremur mínútum og náði ég henni ekki fyrr en mánuði seinna þegar hún var sett aftur í sölu.  Nánar  hér.

MELT COSMETICS GEMINI

 Ótrúlega falleg, djörf og frábær formúla. Nánar hér.

NATASHA DENONA STAR PALETTE

Þessi paletta kom ekki ný út árið 2018 en mikið notuð og elskuð að eilífu amen, sérstaklega vinstri helmingurinn. Nánar hér.

AUGNFÖRÐUNARVÖRUR

LANCOME MONSIEUR BIG WATERPROOF MASCARA

Uppáhalds maskarinn minn kom í vatnsheldri útgáfu síðasta sumar og ég notaði ekki annað. Fór með hann með mér til Spánar í +30°c hita og hann haggaðist aldrei. Nánar um upprunalega Monsieur Big hér.

P.LOUISE BASE

Ég hef alltaf ætlað að gera færslu um þennan en það hefur alltaf gleymst. Eins og allur förðunarheimurinn þá spottaði ég hann hjá @mmmmitchell í mars og varð auðvitað að prófa. Þetta er núna það eina sem ég nota undir augnskugga og er komin með hann í bæði vinnukittið og mitt persónulega. Ég mæli með því að eiga líka hvíta, hann er trylltur undir bjarta liti fyrir major pop.

GRUNNFÖRÐUNARVÖRUR

Uppáhalds parturinn minn af förðunarferlinu er alltaf húðin, ég bara elska glowy, dewy, flawless grunn. Eins og áður var ég með 18 farða á lista sem mig langaði að deila með ykkur en ég setti þá saman í flokka og ætla ekki að hafa það neitt of langt.

LJÓMA FARÐAR

NARS NATURAL RADIANT LONGWEAR FOUNDATION

100% farði árins 2018 hjá mér. Ótrúlega fallegur á húðinni, endist vel og blandast flawlessly út. Ég er búin með hann og búin að kaupa nýjann, meira hér.

CLINIQE EVEN BETTER GLOW*

Falleg áferð, góð ending, hæfileg þekja fyrir dagsdaglega notkun. Gefur fallegan náttúrulegan ljóma án þess að það verði of mikið, ég þarf ekki að púðra hann neitt sérstaklega niður frekar en ég vil. Nota hann mikið líka til þess að blanda aðra þéttari farða út og gefa þeim léttari áferð.

LANCOME SKIN FEELS GOOD* 

Einstaklega létt gelformúla sem gefur frísklegt útlit og leyfir freknunum að njóta sín, meira hér.

MATTIR FARÐAR

 CHANEL LE TEINT ULTRA* 

Medium mött formúla sem gefur húðinni ótrúlega óaðfinnanlega áferð og hefur frábæra endingu. Ég passa mig að grunna húðina vel með góðum raka áður en ég set hann á svo ég verði ekki of mött og ef ég er þurr þá blanda ég hann út með t.d. Even Better Glow.

BOBBI BROWN SKIN LONG-WEAR WEIGHTLESS FOUNDATION*

Olíulaus, hæfilega mattandi og endist vel, meira hér.

L.A. GIRL PRO. MATTE

Besti “drugstore” farði sem ég hef prófað. Gefur fallega velvety áferð á húðina og alls ekki of mattur, meira hér.

HYLJARAR

TOO FACED BORN THIS WAY SUPER COVERAGE

Ekki láta nafnið hræða ykkur, þó hann heiti Super Coverage þá er hann alls ekki þykkur og klessulegur. Hyljarinn er þunnfljótandi og það þarf ótrúlega lítði af honum til þess að fá fallega þekju en samt sem áður mjög auðvelt að byggja hann upp. Super Coverage er Hybrid af hyljara og farða svo það hann er nægilega léttur til að blanda út allt andlitið þó svo að það sé ekki mín uppáhalds leið til að nota hann. Hann tók alveg við Shape Tape þegar hann kom út. Formúlan er ekkert svo ósvipuð ef ekki betri og í túbunni eru 15 ml á móti 10 ml í Shape Tape og líftíminn hálfu ári lengri.

 KREM VÖRUR

BECCA SHIMMERING SKIN PERFECTOR

Ljómavara í fljótandi formi sem gefur fallegan ljóma og frísklegt útlit. Ég bæti honum í farðana mína, nota hann undir farða og yfir farða á kinnbeinin, doppa honum yfir highlighterinn, nota hann á likamann og svo lengi mætti telja.

CHANEL BRONZING MAKEUP BASE*

Sólarpúður í kremformi sem gefur fallegan lit hvort sem það er notað eitt og sér eða undir eða yfir farða. Gefur extra fallegt sólkysst útlit, allan ársins hring.

FARÐAGRUNNAR

BOBBI BROWN VITAMIN ENRICHED FACE BASE

Nærandi og rakagefandi farðagrunnur sem gefur húðinni silkimjúkt yfirborð.

CLARINS BEAUTY FLASH BALM*

Hefur kælandi áhrif, húðin verður stinnari og bjartari. Hægt að nota hann sem maska líka en ég hef ekki enn prófað það. Ég nota örþunnt lag af honum sérstaklega á ennið og í kringum nefið.

CHARLOTTE TILBURY HOLLYWOOD FLAWLESS FILTER

Fallegur ljómagrunnur sem er fallegur undir farða fyrir lit from within útlit eða yfir farða og undir ljómapúður.

PÚÐURVÖRUR

BECCA BE A LIGHT

Æðisleg andlitspaletta sem gefur húðinni extra fallega og óaðfinnanlega áferð og náttúrulegan ljóma, meira hér.

CHARLOTTE TILBURY AIRBRUSH FLAWLESS FINISH SETTING POWDER

Ég er ALLTAF með þetta í veskinu og ég enda alltaf á því að fara létt yfir andlitið með þessu púðri. Ég er með lit númer 2 svo ég er ekki svo hrifin af því að nota það undir augun til að stilla af hyljara því það er ekki nægilega bjart.

CHANEL NATURAL FINISH LOOSE POWDER

    

Silkimjúkt og fíngert laust púður. Er að klára fjórðu dósina mína um þessar mundir, mitt allra uppáhalds til þess að stilla af hyljara undir augunum.

NATASHA DENONA DIAMOND & BLUSH

Ein besta fjárfesting sem ég gerði 2018. Einstakar ljómapúðursformúlur og æðislegir kinnalitir, Glow Extreme ljómapúðrið í þessari palettu er það næsta pönnu sem ég komst allt árið.

GUERLAIN TERRACOTTA SUN TRIO*

Ég veit ekki hversu marga uppáhalds lista þetta blessaða sólarpúður hefur ratað hjá mér en ég fæ ekki nóg.

VARIR

NYX PROFESSIONAL MAKEUP BUTTER GLOSS

Þessir eru ekki nýjir en það má segja að ég hafi enduruppgvötað þá á síðasta ári. Léttir á vörunum, flush of color og fallegur glans. Uppáhalds litirnir mínir eru Creme Brulee og Tiramisu.

KKW BEAUTY X MARIO GLOSS

Liturinn Juicy er alltaf í veskinu, fallegur nude litur sem passar næstum því með öllum förðunum. Formúlan er pínu klístruð en það er þess virði, hann svo extra glossy.

CHARLOTTE TILBURY LIP CHEAT

 Í litnum Pillow Talk.

_____________________

Ég ætla svo við tækifæri að fara yfir bestu húðvörur ársins á Instagram (@rebekkaeinars). Listinn væri 18 blaðsíður ef húðrútínan fengi að fylgja með og ég vil oftast fara betur og nánar yfir húðvörur heldur en t.d. förðunarvörur.

*Stjörnumerktar vörur fékk ég sendar sem gjöf.

 

Share: