Jeffree Star hefur sjaldan farið öruggu leiðina þegar að það kemur að förðunarvörum. Með nýjustu palettunni frá Jeffree Star Cosmetics má segja að hann hafi toppað sjálfan sig og farið enn lengra út fyrir rammann.

Fyrri palettur JSC, Beauty Killer og Androgyny, eru einar af mínum uppáhalds augnskuggapalettum og afskaplega mikið notaðar. Ég viðurkenni það alveg að ég var löngu búin að ákveða að kaupa Blood Sugar áður en að palettan var almennilega sýnd því að ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með neinar vörur frá Jeffree.

Blood Sugar inniheldur 18 augnskugga og pressuð pigment. 14 mattir, 3 metallic og 1 metallic/glitter/foil hybrid. Palettan skiptist niður í þrjár raðir af augnskuggum sem að tóna saman eins og sést á myndunum. Efsta röðin er mild og hægt að nota bæði í hversdagsfarðanir og kvöldfarðanir. Önnur röðin er bleiktóna með JS signature „Hot Pink“ tón  og ultraviolet. Þriðja röðin er svo mín uppáhalds, 6 mismunandi rauðtóna litir með mismunandi undirtónum. Pönnurnar eru í hefðbundinni stærð en þó minni en í hinum JSC palettunum.

Í fyrstu fannst mér litasamsetningin furðuleg en í rauninni  þá myndar palettan flæði og möguleikarnir eru nálægt því að vera endalausir. Þó að í hverri röð séu þemu þá er hægt að nota litina í hvaða samsetningar sem er og blandast þeir fallega.

Talið v-h: Intravenous(Mattur), Donor (Metallic/glitter/foil hybrid), Ouch (Mattur), Cake Mix (Mattur), Sugarcane (Mattur), Glucose (Mattur).

Talið v-h: Root Canal (Mattur), O Positive (Mattur), Cavity (Mattur), Sweetener (Metallic), Tounge Pop (Mattur), Candy Floss (Metallic). 

Talið v-h: Coma (Mattur), Extraction (Mattur), Blood Sugar (Metallic), Fresh Meat (Mattur), Cherry Soda (Mattur), Prick (Mattur).

Margir hugsa kannski „Hver þarf í alvörunni svona marga rauða tóna?!“, ég svara því ekki betur en það að þegar undirtónninn er skoðaður þá eru þetta sex ólíkir litir sem að vinna vel með mismunandi samsetningum eða saman þegar unnið er með dýpt. Fresh Meat og Extraction fengu strax mikið umtal um að vera of svipaðir en þegar þeir eru blandaðir út eru undirtónarnir ólíkir. Fresh Meat með rauðari undirtón og Extraction dekkri með burgundy undirtón.

Palettan er að hluta til pressað pigment og eru því nokkrir litir sem að þyrlast meira upp en aðrir. Gott er að slá aðeins af penslinum áður enn liturinn er borinn á augun.

 

Litirnir eru vegan og því er notast við rauð litarefni (e. dye) til þess að ná formúlunni fullkomnri, þeir eru því sterkari en aðrir og geta litað húðina (e. stain).

Hönnunin á umbúðunum er eitthvað sem við sjáum ekki á hverjum degi og minnir á vintage lækniskassa. Blóðrautt gervileður, stór og góður spegill, ágæt þyngd og kassinn lokast þétt ásamt því að vera læstur með smellum. Þetta er ein veglegasta augnskuggapaletta sem að ég hef átt og mun hún eflaust verða erfðagripur í fjölskyldunni með árunum (djók, samt ekki djók).

Ég keypti Blood Sugar hér, færslan er ekki kostuð. Farðanir með palettunni getið þið séð á Instagram @rebekkaeinarsmua.

Share: