“Please welcome Blood Sugar’s icy big sister, the Blue Blood Palette!”

Blood Sugar frá Jeffree Star Cosmetics var besta paletta ársins 2018, samkvæmt mér og svo mörgum öðrum. Ég vonaðist alltaf til þess að í framhaldi af henni kæmu systurpalettur í svipuðu þema en ég gat samt eitthvernvegin ekki hugsað mér ~hvað~ gæti komið næst, sérstaklega eftir Alien. Það er á kristal tæru að ég varð EKKI fyrir vonbrigðum.

Palettan dregur innblástur af skartgripaboxum og líkkistum, hún er svipuð Blood Sugar að stærð og þyngd en formið á henni er öðruvísi. Pönnustærðin er sú sama og við fáum aftur 18 augnskugga með sömu formúlu og í  Blood Sugar og Alien.

Ég held ég hafi aldrei séð jafn fjölbreytt safn af bláum augnskuggum. Ég lofaði sjálfri mér að segja ekki að þeir væru allir í uppáhaldi en eftir að hafa leikið mér aðeins með hana og prófað þá alla er mjög erfitt að gera upp á milli. Blue Monday stendur samt vel uppúr því hann er svo einstakur, held ég hafi aldrei séð bláan augnskugga sem er jafn lifandi og þessi. Vegna þess að hann er pressað pigment er ekki eins mjúkur og hinir möttu skuggarnir en hann er lang litsterkastur og blandast fullkomlega á augunum. Annar litur sem ég held mikið uppá er Ice Tray en líkt og Blue Monday þá er þetta ekki blár augnskuggi sem þú sérð í hvaða palettu sem er, hann er alveg sérstakur. Ég gæti svo talið upp restina af palettunin en ég held mikið upp á Ocean Ice (líka pressað pigment), Entitled, Crystal Flesh og Flourishing bara til að nefna nokkra.

 Talið frá toppi: Cullinin, Minty, Crystal Flesh, I’m Cold, Untouchable, Priceless.

Talið frá toppi: Power, Blue Blood, Deceased, Ice Tray, Blue monday,  Flourishing.

Talið frá toppi: Wealthy, Celebrity Skin, Entitled, Ocean Ice, Cremated, Undertaker.

Hér má sjá litina I’m Cold, Blue Monday, Undertaker, Ocean Ice, Ice Tray og Cullinan blandaða út í náttúrulegri birtu. Hægt er að sjá þessa förðun og aðrar farðanir með Blue Blood á Instagram hjá mér, @Rebekkaeinars.

Ég hef alltaf keypt paletturnar beint af Jeffree Star Cosmetics en núna prófaði ég að nota Beautybay og mun ég halda áfram að versla vörurnar hans þar. Á BB er frí sending til íslands ef verslað er yfir £20 en palettan kostar £48.30, ég man ekki alveg hvort ég hafi borgað í evrum eða pundum en það hefði eflaust verið hagstæðast gengislega séð að kaupa palettuna beint frá JSC í dollurum en hjá þeim er samt minnir mig $17 sendingarkostnaður. Annar kostur við BB er að pöntunin var send af stað daginn eftir og komin til mín á 7 virkum dögum en ég hef alltaf verið að bíða rúmar 2 vikur eftir vörunum frá JSC sem sendir frá Kaliforníu, USA. Palettan er uppseld eins og er en mun líklegast koma aftur innan 2-4 vikna, það er hægt að skrá sig á lista og fá tilkynningu hjá BB.

Færslan er ekki kostuð.

Share: