Ég er með blandaða húð sem er acne-prone, eða húð sem á auðvelt með að fá bólur og hef fengið fullorðins acne. T-svæðið mitt og þá sérstaklega nefið er með opna fílapensla (blackheads) og á höku er ég með lokaða fílapensla og fæ stundum bólur á það svæði. Í dag fæ ég samt sjaldnar bólur en áður og eru eflaust nokkrar ástæður fyrir því en ég vil meina að ein af þeim ástæðum er ást mín á sýrum síðustu 4 árin. Nei, það er ekki eins og þú ert að hugsa.