Ég keypti mér þetta brilliant gjafasett frá First Aid Beauty.
Ég er kona sem er alltaf á síðasta snúning, með ALLT. Sérstaklega ef að ég er að fara út úr húsi og vil vera algjör skvísa. Einnig vill svo óheppilega til að ég er mjög óskipulögð (og löt). Ég get ekki sagt ykkur hve oft ég hef lent í því að þurfa að smella á mig brúnkukremi korter í brottför og byðja til guðanna að liturinn framkallist allavegana örlítið áður en ég fer út. Svo klístrast auðvitað allt í fötin mín og ég enda með ljótt far o.s.frv.