Í júlí 2015 gjörbreyttist förðunarheimurinn eins og við þekkjum hann þegar Becca Cosmetics gáfu út hið upprunalega Champagne Pop ljómapúður sem seldist í 25,000 eintökum fyrstu 20 mínúturnar. Síðan þá hefur ljómapúðrið verið gefið út í palettum, fljótandi formúlu og öðrum limited edition útgáfum.

Núna fjórum árum seinna er Champagne Pop ljómapúðrið enn talið vera eitt það besta í heimi samkvæmt Glamour, Bazaar og eflaust fleirum. Það er því ekki tískutrend að eiga eða nota CPOP, ég og eflaust margir aðrir hafa notað ljómalitinn upp til agna og keypt hann aftur og aftur.

Nýjasta, og að mínu mati langflottasta útgáfan er Champagne Pop Collection, samansafn af ljómavörum fyrir andlit og líkama. Glow Dust, Glow Body Stick og Glow Silk Highlighter Drops bætast nú við línuna í limited edition útgáfu með glænýjum formúlum sem við höfum ekki séð áður ásamt klassíska Champagne Pop í glamúr glimmer umbúðum og Glow Gloss í glæsilegum CP lit.

Það sem stóð uppúr fyrir mig eru Glow Dust og Glow Silk Droparnir, ólíkar vörur sem eru fallegar einar og sér en þegar þær paraðar saman gefa þær blindandi ljóma með fallegri áferð.

Ég notaði Glow Dust og Glow Silk dropana á augun og kinnbeinin, Glow Gloss á varirnar og Glow Body Stick á bringuna.

|Vörurnar fékk ég að gjöf|

 

 

Share: