Brace yourselfs, hér kemur einkennilegasta ljómapaletta sem að ég hef augum litið.

Chroma Glow Shimmer + Highlight palette frá Sigma inniheldur 6 óvenjulega liti sem hægt er að nota á hvaða hátt sem að ímyndunaraflið leyfir. Það hefur verið mikið trend á instagram og öðrum miðlum að vera með highlighter í öllum regnbogans litum og höfum við séð mjög mikið að mismunandi palettum og púðrum sem þjóna þeim tilgangi.

Talið frá efsta til neðsta: Peaceful, Ambrosia, Zeal, Bedazzle. Lush & Felicity.

Palettuna er mjög multi-functional og erfitt að setja hana í einn kassa sem bara ljómapaletta. Hægt er að nota þá sem kinnaliti, ljómapúður, augnskugga, á varirnar og hvernig sem ykkur dettur í hug.

Þegar ég sá fyrstu “promo” myndirnar af Chromaglow þá fannst mér Zeal svo furðulegur en hann klárlega uppáhalds liturinn minn úr palettunni. Þrátt fyrir að virðast dökkur í pönnunni þá er hann ótrúlega áhrifamikill og glampar skærblár.

Varan var gjöf frá Fotia.is

Share: