LOKSINS! Ég er búin að fara í gegnum nokkrar heiðarlegar tilraunir að því að eignast vörur frá CP, heppnin var svo með mér á aðfangadag þegar “jólasveinninn” læddist með þessar goodies í skóinn minn. Og já, LOKSINS.

dsc_1387

4 Ultra Matte Lip, 15 Super Shock Shadows og 3 Super Shock Cheek. Fyrst og fremst hef ég verið spenntust fyrir augnskuggunum og oh boy they did not dissapoint. Þeir eru trylltir, bæði litirnir og formúlan. Ég átti ekki til orð. Þeir blandast vel, eru mjúkir eins og smjör. Það eru fáir framleiðendur með eins litsterka formúlu, það verður bara að segjast eins og er. Enginn af þeim sem ég á var ekki góður en oftar en ekki eru skemmd epli inn á milli, auðvitað getur ekki alltaf allt verið frábært. Nema núna?

Öll swatches eru ein stroka, já aðeins ein stroka.

dsc_1365

Frá vinstri til hægri: To-A-T, Sequin, LaLa, Smash og Truth.

Sequin og LaLa eru next level litir, ég dýrka þá.

  dsc_1376

Frá vinstri til hægri: Brady, Static, Mooning, Mittens og Cricket.

Static og Mooning eru lang mýkstir af þeim sem ég á, svo mjúkir að fingurinn á mér rann til þegar ég dróg hann eftir höndinni (eins og sést).

dsc_1370

Frá vinstri til hægri: Hammered, So Quiche, Nillionaire, Vega og Glitterati.

Nillionaire og Vega eru ótrúlega svipaðir, nema Vega er kaldari með fjólubláum glimmertónum og Nillionaire hlýr með bleiku glimmeri.

  To-a-T, brady og Mittens eru mattir litir, fullkomnir í blöndun.

dsc_1379

Frá vinstri til hægri: Donut, Bumble, Clueless og Midi.

Varalitirnir eru alls ekki ósvipaðir Kylie Cosmetics en það var gaman að bera þá saman. Colour Pop formúlan er töluvert þurrari og endast ekki alveg eins vel og KC. Litirnir hinsvegar eru ótrúlega fallegir.

dsc_1363

Frá vinstri til hægri: Fanny Pack, Highly Waisted og Lunch Money.

Highlighter litirnir eru BOMB (Super Shock Cheek). Formúlan er töluvert meira kremkend (creamy) heldur en augnskuggarnir en samt sem áður skemma þeir ekki ef þú setur þá yfir púðrið/farðann. Hægt er að nota þá með fan-bursta sem og puttunum/beautyblender. Þeir gefa dramatískan mánaskins ljóma. Magnaðir.

 img_3870

Í þessa förðun notaði ég augnskuggana Brady (skygging), Static og La La ótrúlega fallegir saman. Í highlight notaði ég alla litina sem að ég á, mehehe. Þið þekkið mig. Varaliturinn er svo Midi, líka frá Colour Pop.

Restina af vörunum sem ég notaði á andlitið getið þið fundið á Instagram.

undirskrift

Share: