Ég er með veikan blett fyrir gylltum og kampavínslituðum ljómapúðrum….og glimmer glossum. Því ~varð~ ég að næla mér í þessa ómótstæðilegu tvennu úr Desi x Katy línunni frá Dose Of Colors.

Fuego ljómapúðrið er kannski í púðurformi en það er mjúkt viðkomu, gefur gljáandi útlit og mildan, byggjanlegan lit. Ég vil að ljómapúðrin gefi húðinni “wet look” í staðin fyrir að mynda púðurslikju fyrir ofan kinnbein og þessi gefur akkúrat rétta look-ið ef notaður rétt. Ég mæli með því að nota facemist eins og t.d. Fix+ frá MAC og úða létt yfir húðina og leyfa því að semí þorna og fara svo með mátulegt magn af púðri í litlum fluffy bursta og vinna það í hringlaga hreifingar þar sem hann á að vera. Þá kemur þessi fullkomni bling highlighter án þess að hann sé kökulegur og það þurfi að nota of mikið.  En af því að hann er í þéttari kanntinum þá finnst mér hann ýkja áferð á húðinni örlítið svo það þarf að vanda staðsetningu og ekki fara með hann of  nálægt miðju andlitsins.

Vörurnar eru einstaklega glæsilegar í rósgylltu. Umbúðirnar á ljómapúðrinu eru úr pappa og með litlum spegli, klætt glitrandi efni sem gerir það fágað og fallegt. Vegna þess að það er úr pappa þá vantar alla þyngd í það, ég hefði frekar viljað fá veglegri umbúðir og sleppa speglinum. Það er sjaldan sem ég nota spegla sem fylgja ljómapúðrum, enda er það ekki vara sem ég tel mig þurfa bæta á sérstaklega yfir daginn og er því ekki með það í veskinu. Merkingin framan á er líka ekki bein á og límmiðinn aftan á er mjög skakkur og mér finnst það draga úr útlitsgæðum vörunnar.

Liturinn er í dekkri kanntinum en mér finnst hann blandast fallega út á húðinni þó að hún sé ljós. 

Glossinn er cute en formúlan pínu þykk og maður finnur aðeins fyrir glimmerinu á vörunum. Afþví hann er þykkur þá finnst mér erfðiara að nota hann yfir aðrar vörur því hann færir þær aðeins til nema ég dúmpi honum á. Það er vanillu lykt af honum sem ég er ekki hrifin af en hún hverfur með tímanum. Hann er lang fallegastur einn og sér með smá varablýant.

Fuego ljómapúðrið kostar $28 og fáum við 7 gr af vöru, mér finnst verðið vera frekar hátt miðað við magn og gæði pakkninganna en til samanburðar þá kosta Skin Frost ljómapúðrin frá Jeffree Star $29 og eru 15 gr í veglegri umbúðum með góðum spegil. Dose Of Colors til varnar þá á varan að vera Limited Edition (en hefur samt verið restocked marg oft) og er framleidd í samstarfi við Desi og Katy sem eru vinsælir áhrifavaldar.

Vörurnar fást hér.

Share: