Varan var gjöf frá Daria.is

Detox maskinn frá Muddy Body inniheldur engin óþarfa efni, hann kemur í duftformi og er blandaður við nokkra dropa af vatni fyrir hvert skipti sem hann er notaður. Helstu innihaldsefnin eru activated charcoal (lyfjakol), kókosmjólkur duft og kakóduft. Kolin höfum við séð oft áður og könnumst við virkni þeirra en þau draga fram óhreinindi og bakteríur í húðinni (því frábær við akni og bólum), vinnur á bólgum í húð og dregur saman húðholur. Kókosmjólkur duft er eitthvað sem ég sé ekki á hverjum degi en það á að vera ríkt af E og C vítamíni, ásamt öðrum efnum sem að gefa raka og bæta áferð. Við vitum vel að dökkt súkkulaði er andoxandi, því kemur það engum á óvart að kakóduftið (raw cacao powder) hefur gífurleg andoxandi og bólgueyðandi áhrif.

Einnig má finna Nornahersli sem að hefur samherpandi áhrif (dregur saman húðholur), Túrmerik hefur bakteríudrepandi og sótthreinsandi áhrif. Bentonite leir dregur í sig eiturefni, og dauðahafsleir sem er stútfullur af steinefnum, kemur jafnvægi á húðina og bætir rakastig hennar.

Með þessum kokteil vinnur maskinn að því að draga upp úr húðinni óhreinindi, bakteríur og eiturefni á sama tíma og hann dregur úr bólgum og sótthreinsar. Einnig flýtir hann fyrir endurnýjun og viðgerðarferli húðarinnar ásamt því að minnka svitaholur. Hann er því frábær fyrir óhreinar húðgerðir: þá sem eiga það til að fá bólur og fílapensla eða eru með mikið af bólum og þurfa að hreinsa og róa húðina.

Í fyrsta lagi finnst mér ótrúlega gaman að prófa ný innihaldsefni, í öðru lagi þá líður mér vel í húði. Mér líður alltaf vel í húðinni þegar ég hef notað þennan maska, oft á tíðum eru maskar sem hafa þennan tilgang of ágengir og erta húðina. Það á alls ekki við Detox maskann frá MB, hann gerir sitt og skilur húðina eftir hreina og mjúka. Því oftar sem maður notar hann þá sér maður óhreinindin í svitaholunum minnka smátt og smátt. Það er virkilega forvitnilegt að fylgjast með honum setjast í húðholurnar.

Ég hef einnig verið að prófa Muddy Glow, andlitsolíuna frá Muddy Body. Hún er frábær undir farða á þurr svæði, ótrúlega rakagefandi. Einnig fékk ég líka bursta til að bera maskann á, hárband og þvottapoka. Allt sem þarf í lúxus dekurkvöld.

Stútfullur af virkum innihaldsefnum sem koma öll frá náttúrunni, formúlan er ekki prófuð á dýrum og inniheldur ekki dýraafleiður (er vegan). Nokkur innihaldsefnin eru lífræn en maskinn sjálfur er ekki lífrænn.

Takk fyrir að lesa, xx

undirskrift

 

Share: