Vörurnar fékk ég að gjöf.

Þessi gersemi sat í skúffunni minni í óralangan tíma. Hann hefur ekki fengið nægilega athygli frá mér vegna þess að ég hef verið að einblína mikið á vörur sem að vinna á óhreinindum og bólum, eins ég hef sagt áður. Nú er hinsvegar tíminn til að gefa rakamöskum og ljómamöskum séns.

Hann lætur ekki lítið fyrir sér fara og ræðst á fimm húðvandamál með því að stinna, næra, sefa, veita fyllingu og endurbæta húðina. Ég hef verið að nota hann á kvöldin eftir djúphreinsun í 10-15 mín, ég finn það daginn eftir að húðin er rakamettuð, örlítið stinn og ljómar fallega. Aðal innihaldsefni maskans eru t.d. Tetrahexyldecyl Ascorbate eða stöðugt form af C-vítamíni en það er auðvitað þekkt fyrir að ýta undir kollagen framleiðslu og hafa lýsandi áhrif (skrifaði um Mario Badescu C-vít dropana hér). Eihitsu Rose er virkt efni unnið úr rós sem að hjálpar til við að minnka svitaholur, Benoitine úr svifi hjálpar við endurnýjun og bætir varnarkerfi húðar, Pepa Tight úr þörungum sem hefur stinnandi áhrif, lakkrísrót hefur andoxandi og nærandi áhrif og svo framvegis.

DSC_1983

Bouncy Mask og Intensive Peel

Ég tók upp á því að herma eftir Siggu (sigridurelfa á snapchat) og nota Bouncy Mask eftir að ég hef notað Intensive Peel sem er einnig frá First Aid Beauty. Ég hafði verið að nota Intensive peel reglulega en það er sýrumaski sem ég talaði um hér. IP er ótrúlega sterkur og þarf maður að byggja vel og vandlega upp þol gegn honum: Gott er að byrja að nota hann í 1-2 mín og hækka sig jafnt og þétt upp í umþb 5-6 mín. Þið sem þekkið þennan maska kannist við sviðann og roðann sem fylgir eftir að hann er tekinn af, en þá kemur gelmaskinn að góðum notum. Eftir að hafa djúphreinsað húðina með Intensive peel þá er ótrúlega gott að setja á Bouncy Mask, sem er sefandi og kælandi. Á sama tíma og hann slekkur á húðinni þá vinnur hann á því að næra hana og stinna. Ótrúlega virk og árangursrík heimameðferð.

IMG_4522

Intensive Peel frá First Aid Beauty. Mér finnst hann vinna meira að því að gefa húðinni fallegri áferð, minnka sjáanleika á fínum línum og húðholum með húðflögnun.

Ég er farin að finna fyrir því að húðin á mér þráir að fá Bouncy Mask, sérstaklega eftir langa daga þegar hún er pirruð og þreytuleg. Að vinna á raka húðarinnar er auðvitað fyrsta skrefið í því að vinna gegn öldrunareinkennum. Þurr húð sýnir frekar línur og þreytumerki en húð sem er stútfull af raka virðist stinn og ungleg.

5 in 1 Bouncy Mask fæst hér. 

Facial Radiance Intensive Peel fæst hér.

undirskrift

Share: