Ég keypti mér þetta brilliant gjafasett frá First Aid Beauty.

FAB Shining Stars settið inniheldur nokkrar af vinsælustu vörum merkisins þar á meðal eru tvær vörur sem að eru í miklu uppáhaldi hjá mér, Facial Radiance Pads og Ultra Repair Cream.

Mig langaði í góðan andlitsskrúbb til þess að djúphreinsa húðina þegar ég er að flýta mér og hef ekki tíma til að nota ensím. Þessi gjafakassi kom sér því vel þar sem að skrúbburinn sjálfur kostar 4490,- og kassinn er á 4990.- og því fyir auka 500 krónur fáum við Facial Radiance Pads 28 stk, Ultra repair cream 113 gr og Skin Rescue Purifying Mask 42,5 gr. Held ég hafi mögulega ekki fengið betri díl á ævinni.

Skrúbburinn kemur í fullri stærð og er algjör snilld, Ég er búin að vera að prófa Skin Rescue maskann og so far oh so very good, segi ykkur kannski betur frá honum seinna.

Vöruna keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð.

Fæst hér.

 

Share: