Haustin eru fullkominn tími fyrir ávaxtasýrur.

Það er ekki hjá því komist að eldast, með árunum hægist á  frumuskiptingu í botnlagi yfirhúðar ásamt því að það hægist á kollagen og elastín framleiðslu í leðurhúð. Bæði hefur þetta áhrif á útlit hennar á yfirborði, hún verður slöpp, líflaus og oft hrufótt. Einnig eiga sér stað litabreytingar í húð og oft safnast saman litarefni í svokallaða litabletti. Ávaxtasýrur valda húðflögnun, hafa húðlýsandi eiginleika og með reglulegri notkun gefa húðinni ljóma og unglegt útlit. Það eru til ótrúlega maragar AHA sýrur og allar með mismunandi eiginleika, First Aid Beauty Resurfacing Liquid inniheldur þónokkrar mismunandi sýrur en í vökvanum er blanda af glýkól, lactic, tartaric og malic sýrum. Allar vinna þær að því að bæta áferð húðarinnar og valda húðflögnun. Í blöndunni er einnig lakkrísrótar- , mulberry rótar-  og sítrónubörks extract sem að hafa húðlýsandi áhrif og jafna húðlitinn. Því frábært á litabletti.

Öðruvísi en með aðrar “resurfacing” vörur sem ég hef notað þá er í þessari það sem FAB kallar Skin Saver Complex sem er blanda af hyaluronic sýru sem er þekkt fyrir rakagefandi eiginleika, vítamín C og E sem hafa andoxandi áhrif, og það áhugaverðasta: Allantoin og seramíða sem að róa húðina. Vökvinn hentar því líka viðkvæmari húðgerðum.

Það má segja að ég hafi tekið kúr, ég notaði vökvann á hverju kvöldi í 3 vikur og var þá farin að sjá svakalega mikinn mun á húðinni. Áferðin var fallegri, liturinn jafnari og það sem mér fannst auðvitað best: ég hætti að fá eins mikið af bólum. Núna nota ég vökvann 2-3 í viku og næ þannig að viðhalda áhrifunum.


Samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda á að nota vöruna einu sinni á dag eftir hreinsun svo hægt er að velja um kvöld eða morgna, mér finnst best að nota ávaxtasýrur á kvöldin. Eins og ég hef sagt ykkur áður þá þarf alltaf að passa sig að vera með sólarvörn yfir daginn þegar notaðar eru AHA vörur því að húðin verður sólnæmari og getur brunnið auðveldlega.

Húðin á mér er mýkri viðkomu og tekur mun betur við kremum og örðum húðvörum. Ég hef verið að nota Ultra Repair Hydrating Serum á eftir FAB Skin Lab Resurfacing Liquid til að drekkja húðinni í raka. Ég hef hægt og rólega verið að dýfa mér í  First Aid Beauty laugina og get ég sagt að þær vörur sem ég hef prófað hafa ekki ollið mér vonbrigðum.

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Fotia.is

FAB Skin Lab Resurfacing Liquid fæst hér.

Ultra Repair Hydrating Serum fæst hér.

 

Share: