Huda Kattan hefur verið vinsæll förðunarbloggari í fjöldamörg ár og fyrir nokkru byrjaði hún að framleiða förðunarvörur og augnhár undir merkinu HUDA BEAUTY.

Það hafa allir verið að lofa og dásama nýjasta æðið frá henni, #FAUXFILTER farðann og Complexion Perfection farðagrunninn. Svo vinsæl var tvennann að farðinn var uppseldur hjá flestum endursöluaðilum í dágóðan tíma og tók það mig smá stund að næla mér í  það sem átti að vera “minn” litur.

Long story made short, hef aldrei eytt jafn miklum tíma í að prófa farða.

Farðinn er fullur af fín muldu litarefni sem á að þekja ójöfnur, litabletti og almenn húðlýti. Hann á þorna mattur og gefa fulla þekju án þess að vera kökulegur eða missa ljómann.

Það þarf mjög mikið af vöru til að ná fullri þekju, það sést alltaf eitthvað aðeins í gegnum hann sama hve mikið þú byggir hann upp. Formúlan er að mínu mati full þung eða heavy og finn ég alltaf fyrir honum á húðinni. Það versta er að mér finnst hann ýkja alla áferð á húðinni, ég hef prófað hann með Complexion Perfection farðagrunninum ásamt þremur örðum til þess að reyna að fá þetta fullkomna airbrushed útlit sem að hann lofar en verð aldrei 100% sátt.

Farðinn endist samt sem áður vel á húðinni og þornar í semi-matta áferð án þess að vera þurrkandi. Boðið er upp á 30 litartóna sem að er auðvitað frábært, ég notaði litaleiðbeiningar sem að Huda sjálf setti inn á bloggið sitt og fekk þá litin Tres Leches út í samanburði við annan farða sem að ég á, Marc Jacobs Re(marc)able í lit 34. Liturinn er mun gulari en MJ farðinn í fyrstu en hann virðist oxast í betri tón eftir smá stund á húðinni.

Með þrjósku hef ég fundið út samblöndu sem að gerir hann ásættanlegan en með því að nota Charlotte Tilbury Magic Cream sem grunn ásamt andlitsolíu á þurrari svæði og nóg af Strobe Cream frá MAC fæ ég nægilega dewy áferð á húðina í gegnum farðann. Hinsvegar er þetta akkúrat farðinn sem að ég myndi taka með mér í heitara loftslag þar sem að ég vil að förðunin endist lengi þrátt fyrir hita/svita en fyrir íslenskt loftslag að vetri til hentar hann mér ekki vel. Ef þið eruð með olíumikla húð og viljið mattan farða sem að endist vel á húðinni gæti hann virkað.

Pros: Endist vel, mattur og góð þekja. 

Cons: Þykkur, ýkir áferð, 

Ég keypti minn farða á Selfridges.com en þeir eru að mínu mati með eina bestu sendingarþjónustu í heiminum (er ekki að ýkja) þar sem að pakkinn minn var kominn til landsins 2 dögum seinna.

 Complexion Perfection Pre-Makeup Base 

#FauxFilter Foundation 

Share: