Vörunar keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð. 

Það sem átti að verða texti undir eina instagram mynd varð að heilum texta um svo mikið meira en bara einn hyljara. Svo ég bara varð að setja upp nýtt blogg, þar sem ég hef svo of mikið að segja en hef haft of lítinn tíma til að koma því frá mér.Þar sem ég útskrifast úr snyrtifræðinni núna í mars mun ég hafa enn meiri tíma til þess að skrifa færslur og gera farðanir til að setja upp á bloggið en endilega sendið mér línu um hvað þið viljið sjá hérna. Here we go again..

Hyljara má nota á svo margan hátt, hægt er að gjörumbreyta útlitinu úr t.d. íslenskri grámyglu sem aldrei sér sól, í Hollywood glow á stuttum tíma ef rétt er farið að eða bara nota þá til þess að fela ljótu bóluna sem þú vaknaðir með í morgun. Dökkir baugar, líflaus húð, roði og bólur, eða bara allt sem okkur mislíkar hverfur, eða verður allavega minna sýnilegt. Til þess að geta notað hyljara rétt er gott að skoða svokallað litahjól, en þar má sjá hvaða litir koma til móts við hvorn annan. Einnig er mikilvægt að skoða húðtóninn, hvort þú sért rauðtóna, gultóna eða neutral. Við viljum alltaf hafa farðann eins líkann og húðin er sjálf, til þess að það líti sem eðlilegast út. Ég er sjálf með frekar rauðtóna húð, en þar sem ég nota oft brúnkukrem þá breytist hún úr rauðtóna í gultóna oft í viku. Því þarf ég að eiga farða og hyljara í báðum tónum, annars geta komið skil eða liturinn passar ekki húðinni, t.d. ef þú setur rauðtóna farða yfir gulleita húð verður liturinn það sem kallast „ashy“, eða grár og ljótur.

color-wheel-makeup-color-corrector

Það þarf aldrei mikið magn af lituðum hyljurum, og það líklega ástæðan fyrir því hvað fólk er hrætt við að nota leiðréttandi hyljara (Gula/appelsínugula/græna/fjólubláa). Ef það er notað of mikið þá sést það í gegnum farðann. Hér á „less is more“  vel við, og þarf bara 1-2 punkta undir augun af gulum/orange, aðeins fá tóninn á svæðið til þess að leiðrétta blámann sem oft vill vera undir augunum.  Sama á við ef á að nota grænan hyljara á bólur eða annan roða.

Þegar það kemur að color correction, eða litaleiðréttingu þá er held ég ekki vatni yfir Laura mercier Secret camouflage hyljarapalettunni. Ég á sjálf lit S3, sem hefur einn gultóna hyljara sem ég nota undir augun, til þess að hylja bauga og birta upp, og svo einn hyljara sem gott er að nota á bólur/ör/annað sem þarf að fela. Þessir hyljarar eru þéttir og einstaklega pigmentaðir, og þarf því ótrúlega lítið af vörunni til þess að fá fullkomna hulu.

IMG_8177

Laura Mercier Secret Camouflage

 Annar hyljari sem ég nota í leiðréttingar, er guli hyljarinn frá NYX Cosmetics. Hann er ekki eins þurr og palettan frá LM, og er hann því aðeins öðruvísi í notkun. Hann gefur léttari áferð og hentar því mjög vel til hversdagslegrar notkunar.

IMG_8179

NYX Cosmetics Concealer Wand #10

Ég hef mikð verið að nota LA Girl cosmetics Pro conceal hyljarana , og eru þeir í top 10 yfir uppáhalds andlitsförðunarvörunum mínum (ef það meikar sense). Ég nota þá á hverjum degi til þess að birta upp svæðið undir augunum og svo nota ég þá í „cream contour“, eða þegar ég nota hyljara/farða til þess að skyggja andlitið.  Formúlan er að mínu mati ekki eins blaut og svo margir aðrir hyljarar sem ég hef prófað, heldur eru þeir stamari og þekja mun betur, sem þýðir að þú þarft ekki mikið magn til þess að fá góða hulu.

IMG_8181

L.A. Girl Cosmetics PRO Conceal

undirskrift

Share: