Hello, y‘all remember me? Fæ reglulega snöpp þar sem ég er spurð hvort ég sé á lífi, og jújú ég er lifandi. Í dag langar mig að segja ykkur aðeins frá uppáhalds vörunum mínum þessa dagana, en eins og margar ykkar vita fór ég til New York í september og keypti literally allt makeup sem ég sá. Í seinustu færsu setti ég inn þær vörur sem mig langaði mest í úr sephora, en ég endaði á því að kaupa ekki allt á þeim lista eftir að ég fékk að skoða vörurnar up close n personal. Helmingurinn af þeim fékk að koma með mér heim. Svo mikið af þessum vörum eru ekki til á íslandi, því miður. En let‘s get this party started.

Morphe – 35O

IMG_3286

Ég veit, ég veit. Ég tala ekku um annað en Morphe palettur, en þær eru bara svo frábærar. Þessi paletta literally screams HAUST, allir þessir hlýju appelsínugulu og rauðbrúnu tónar, just wow. Allt eru þetta litir sem ég nota lang mest á sjálfa mig, en það er næstum því hægt að nota þessa palettu á alla augn/hárliti svo ég hef notað hana einnig mikið á kúnna. Ég beið í ótrúlega langan tíma eftir því að næla mér í eintak af þessari palettu og var ég að gera stelpurnar í FOTIA alveg snælduóðar með spurningum um hvenær hún kæmi. Sorry not sorry, girls. En auðvitað var hún worth the wait, og mun ég nota hana upp til agna.

Too Faced – Semi Sweet Chocolate bar

DSC_1208

Fyrst og fremst átti ég upprunalegu Chocolate bar palettuna og keypti ég hana bara afþví hún lítur út eins og súkkulaði, no shame. En vá, hún kom á óvart. Mér finnst persónulega Semi sweet chocolate bar fallegri en Chocolate bar, en ég get næstum því ekki gert upp á milli þeirra. En damn, what a beauty.

Coty Airspun – Loose face powder Tranclusent extra coverage

DSC_1209

Hann Patrick Star elskar þetta púður, svo ég gerði dauðaleit í NY af því. Hann og Manny eru einu youtube makeup artists sem ég fylgist með, shame on me I know. Og wow it did not disappoint. Takk fyrir pent. Ekkert flashback eins og er svo algegnt með drugstore púður, og það gefur Laura mercier loose setting powder ekkert eftir.  B O M B.

Milani –  Bellissimo Bronze

DSC_1210

Þessi er í Baked powder blush línunni hjá Milani. Ég keypti hann á haustfjord.is ásamt Luminoso sem allir eru að missa sig yfir. Málið er að ég var ekki nógu impressed with Luminoso, ég viðurkenni. En Bellissimo gives me life. Hann er ótrúlega fallegur og nota ég hann á hverjum degi eins og kannski sést brotnaði hann á einu ferðalaginu upp í vinnu um daginn.

Cover FX – Custom Cover drops

DSC_1221

Þessi vara er búin að vera á óskalistanum síðan hún kom út. Þetta er mesta snilld sem ég veit um, og algjört must have fyrir þær/þá sem vilja mikið coverage. En án þess að breyta litnum eða áferðinni á þínum uppáhalds farða, geturu bætt dropa af þessari vöru og fengið fulla þekju. Eitt orð – LOVE.

Giorgio Armani  – Luminous silk foundation

DSC_1220

Talandi um uppáhalds farða. Ég held ég hafi verið með alla farðana í sephora á handabakinu þegar ég prufaði þennan og kolféll fyrir honum. It gives me life, hann er fullkominn. Ég er mjög mikið fyrir luminous/dewy farða þegar ég er að fara einhvað út, og var Fusion Ink frá YSL alltaf sá eini sem ég vildi nota, en nú eru þeir tveir. Ég tími valla að horfa á hann, hann er svo fínn. Áferðin á húðinni verður gorgeous glóandi og airbrushed.

IT cosmetics – N°7

DSC_1212

Aldrei hef ég heyrt áður um þetta merki, en þessi bursti leyndist í gjafapokanum mínum frá Mario. Hann er núna my go-to foundation bursti. Langar ótrúlega að fjárfesta í fleiri svona burstum, en þeir eru í dýrari kantinum. Hann er hæfilega þéttur, ótrúlega mjúkur og frábær í að byggja upp þekju. Fæst hér.

Hef það ekki lengra í bili, xo.

undirskrift

Share: