Vörunar keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð. 

DEWY + GLOW

Ég viðurkenni það frjálslega að ég hef verið svolítið upptekin af förunartrendum Kardashian systra í  dágóðan tíma núna. En þar er næstum því öll áhersla lögð á  flawless húð, og ekkert lítið lagt í hana. Þær eru jú í sjónvarpi og undir stöðugu áreiti frá flassi myndavéla allan daginn, og þurfa því (að þeirra mati) að vera fullkomnar, en er það óraunhæft að við viljum líka geta fengið þetta look? Þá kannski bara aðeins meira spari… Ég hef mikð verið að fylgjast með því hvað förðunarfræðingarnir þeirra eru að gera, hvaða vörur þeir nota og hvernig þeir vinna með þær. Ég nota þá helst instagram og facebook til þess að fylgjast með þeim, þar sem þau setja inn myndir af förðunum dagsins. Hér er dæmi um nokkra af mínum uppáhalds artistum þessa stundina:

IMG_8501 IMG_8502 IMG_8499 IMG_8500

Það fyrsta sem ég skoða þegar ég sé myndir af förðun, eða bara mynd yfir höfuð, er hvernig húðin er „gerð“ enda er erftitt að taka ekki eftir henni hjá þessum meisturum. Auðvitað er margt sem kemur við sögu, allt frá primer  til púðurs, en mitt uppáhald er alltaf highlightið.

IMG_7889IMG_8378

Ég hef sankað að mér í þónokkurn tíma ýmsum highlighterum frá hinum ýmsu merkjum og langaði mig að sýna ykkur nokkra af mínum uppáhalds. Byrjum á púður highligth en ég átti erfitt með að velja úr þannig þeir urðu óvart 4 sem fengu að vera með:

IMG_8469

Tango with bronzing powder: Confessions of a tanaholic – NYX

Þetta er kannski hugsað meira sem bronzer eða sólarpúður, en þegar því er dustað létt efst á kinnbeinin gefur það brúnbrons og ekki of aggressíft highlight.

Soft & Gentle – MAC

Bleiktóna og afskap fíngerður highlighter sem flestir þekkja.

Illuminating bronzer: Ritualistic – NYX 

Mjög pigmentað og þarf frekar lítið af því, hvítt með gul-gull blæ. Það fékk að fljóta með afþví að það er fullkomið DUPE fyrir Albatross frá NARS sem er einn af mínum uppáhalds. Hann er aðeins grófari en Albatross, og agnarögn bleikari.

Albatross – NARS 

Afskaplega fíngerður, hvítur með gul-gullblæ þegar ljós skín á hann.

IMG_8463

Það er eiginlega lítill sem enginn munur á Ritualistic og Albatross.

Anastastia Beverly Hills

IMG_8484

Hér eru 3 frekar ólíkir litir en allir með svipaða áferð og örfína sanseringu. Champagne hlýr ljósgullitaður, 10 K er hlýr gullitaður með smá vott af bronze og hentar vel dekkri húðtegundum, sand er kaldur bleiktóna.

IMG_8483

Næst er það paletta sem ég uppgvötaði fyrir jól, en vá hvað hún er falleg. Hún heitir Precious metals og er frá Sleek. Hér erum við með 3 krem highlightera og einn púður.

IMG_8503

Platinum er hvítur með smá bláma og fínni sanseringu.

Royal gold er bleik-gullitaður með grófum silfur glimmerögnum.

Renaissance gold er ástæðan fyrir því að þessi paletta fer ekki langt frá mér, en hann er lika bleik-gullitaður en hann er  með örfínni gilltri sanseringu og er bara það fallegasta sem ég hef séð.

Antique bronze er svo dökk bronzelitaður með fínni gylltri sanseringu.

IMG_8497

Og að lokum annar krem highlighter, Born to glow Liquid Illuminator GLEAM  frá NYX.

IMG_8495

Bleikur með gylltri sanseringu og metallic áferð. Ótrúlega í natural glow og dewy look.

Þetta voru allir mínir uppáhalds sem sitja efst á toppnum, það var ótrúlega erfitt að velja og hafna þannig þeir fengu margir að fljóta með.

undirskrift

Share: