Vöruna keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð. 

lilly

Þessi færsla er búin að vera svo alltof lengi á leiðinni, vá! (Ég biðst fyrirfram afsökunar á enskuslettunum, það er bara ekki hægt að tjá sig um þessi augnhár á einu tungumáli.) Það er alveg á hreinu að gerviaugnhár eru bara EVERYTHING þegar það kemur að förðunum IMO. Ég hef gert það að markmiði mínu að reyna að prufa allt og gefa öllum merkjum séns, en eftir að ég nældi mér í þessi þá var ekki aftur snúið. Auðvitað eru til skrilljón merki með 3D augnhár í dag, og mörg ótrúlega flott, en þangað til annað kemur í ljós þá eru þessi 100% á toppnum. Það tók mig literally 2 tíma að velja myndir til að láta fylgja lýsingum (ef svo má kalla það), en ég valdi svona þær sem mér fannst sýna best það sem ég var að reyna að segja. En eflaust allar myndir á Instagram síðan í apríl hafa verið með Lillys, þannig þið getið skoðað það líka.

Ég nota lang mest 3D minks, sem eru eins og nafnið gefur til kynna, úr minkahárum og í “þrívídd”. Hárunum er raðað þétt ofan á hvort annað og á víxl til að fá víddina. Með réttri meðferð áttu að ná að nota þau 20-25 sinnum, og get ég staðfest það. En ég mæli með því að nota eyeliner til þess að dekkja þín eigin augnhár í stað þess að maskara þau saman, þá er auðveldara að þrífa þau. Og alls ekki sofna með þau eða bleyta þau, þetta er fjárfesting og you better treat them good.

3D MINKS

lashes

CANNES

cannes

Þetta voru fyrstu Lilly Lashes sem ég eignaðist, það sem ég beið eftir því að fá 3D lillys, you have no idea. Ég forpantaði þau á síðunni hjá þeim ásamt öðrum human hair styles. Þau eru GORGEOUS, það lá við að ég missti andann fyrst þegar ég setti þau á mig, já það eru full dramatísk viðbrögð –  but SO ARE THEY.

DOHA

doha2

Þessi augnhár öskra Less is more.  3D, en ekki full blown drag. Þau eru fullkomin fyrir byrjendur.

MYKONOS

mykonos

Okei, sko. I literally can’t deal. Þessi eru #1. Svo fluffy, dramatísk og bara, wow. Þau eru einu augnhárin sem ég hef náð að stúta, af ofnotkun. Let’s just let the picture do the talking. Beautiful.

VEGAS

vegas

Þessi eru ALL IN, fyrir allan peninginn, svo mikið að þau eru næstum því OF mikið. En damn, það sem ég hef notað þau oft.

 HUMAN HAIR

Lillylashes eru líka með línu af augnhárum sem eru human hair, en þau eru ekki eins dramatísk. But where’s the fun in that. Djók.

ISTANBUL + PARIS – Stacked

Istanbul + paris

Stundum er eitt ekki nóg.

CAIRO

cario

Þessi eru alveg frekar dramatísk, miðað við að vera single layer.

Ég hef alltaf keypt mín á LILLYLASHES, en mér til mikillar gleði eru þau væntanleg hjá CoolCos og á Coolcos.is (og jújú það er nýtt par af MYKONOS on it’s way to mama).

undirskrift

Share: