Það hefur eflaust ekki farið frahmjá neinum sem fylgist eitthvað örlítið með förðunarheiminum að nýjasta og heitasta merkið á markaðinum er FENTY BEAUTY.

Rihanna hefur verið að vinna með PUMA og framleitt tískufatnað fyrir FENTY x PUMA sem hefur slegið í gegn. Rihanna er gullfalleg, sterk og klár kona og því ekki að furða að allt sem hún vinnur að verður strax mjög vinsælt. Fenty er ekki skot út í bláinn heldur kemur það frá nafninu hennar, Robyn Rihanna Fenty.

Þegar fyrstu myndskot og myndir komu út var ekki svo erfitt að segja sér til um hvað kæmi nákvæmlega fyrst frá merkinu en look-in voru náttúruleg, nude og fókusinn á húðinni. Vörurnar sem að komu út voru farði, highlight og skyggingar stifti, nokkrir burstar, andlitspúður, púðurhighlighter-ar og gloss. Allt þetta (nema andlitspúðrið) kom í þónokkrum litum en öllum til mikillar ánægju kom farðinn í 40 litum og það á bara að vera byrjunin. Hugsunin var að allir húðlitir, með alla undirtóna ættu að geta fundið farða sem að hentar þeim. Það er einmitt hugsun sem að fleiri förðunarmerki ættu að tileinka sér.

Ég var í New York þegar búið var að stilla upp myndum og plaggötum til að tilkynna og ýta undir eftirvæntingar vegna komu Fenty. Aðeins einum degi eftir að ég kom heim voru vörurnar komnar í verslanir Sephora og náði ég því ekki að kaupa mér þær strax. Ég dó hinsvegar ekki ráðalaus og fékk eina góða vinkonu til að grípa með sér tvær vörur þegar hún fór út.

Vörurnar sem að heilluðu mig helst voru farðinn og ljómapúðrin, svo ég nældi mér í það. Farðann tók ég í lit númer 200 og reyndi bara að fara sem best eftir upplýsingum sem að Sephora gaf um litina. Ég vissi að hann ætti að oxast og þar með dekkjast svo ég tók örlítið ljósari en ég hefði venjulega valið. Liturinn hentar mér vel og dökknaði hann minna en ég bjóst við. Formúlan er olíulaus, soft matte og á að henta öllum húðgerðum samkv. Sephora.

Ég verð að vera ósammála því. Ég er með blandaða húð sem að fær mjög sjaldan og næstum aldrei sjáanlegan þurrk, Fenty farðinn náði hinsvegar að leita allan þurrk uppi og gera hann áberandi. Öll áferð á húðinni verður líka sjáanlegri og orðið sem kom helst upp í huga þegar ég skoða húðina með hann á var “harðfiskur”. Mjög þurr, stíf og áferðin hrjúf. Ég er búin að prófa hann með nokkrum mismunandi farðagrunnum og rakakremum til þess að reyna á hann en ég hef komist að því að mér líkar ekkert alltof vel við hann. Jú, endingin er góð, hann er með byggjanlega þekju og er þægilega þunnur það verður ekki tekið af honum. Hann dugir allan daginn og vel rúmlega það á húðinni, eftir 3-4 tíma er örlítið af náttúrulegum olíum komnar í gegn og þá verður hann töluvert fallegri en aldrei jafn fallegur á húðinni og mínir uppáhalds farðar.

Það má því segja að hann henti mér ekki eins og er og myndi ég ekki mæla með honum nema fyrir olíumeiri húðtýpur með góðan yfirborðsraka.

Ég valdi mér svo Killawatt Mean Money/Hu$tla Baby sem að er lýst sem soft champagne sheen / supercharged peachy champagne shimmer. Litirnir eru ótrrúlega fallegir og skemmtileg pörun, Mean Money er samt mjög daufur og svo gegnsær að hann er næstum því ósjáanlegur, á meðan Hu$tla Baby er sterkur og poppin.

Vörurnar eru ótrúlega fallegar og veglegar. Farðinn er í glerflösku með plastpumpu og plast loki. Fyrir $34 færðu 32 ml af vöru sem að telst “venjulegt magn” og á ágætis verði miðað við að sumir telja Fenty vera “high end brand”. Killawatt er 2 x 3.5 gr fyrir $34 sem að mér finnst persónulega full dýrt miðað við magn og að þetta er ljómapúður.

Ég vona að ef þið hafið keypt ykkur eitthvað frá Fenty að reynslan ykkar hafi verið örlítið jákvæðari en mín. Ég hafði mögulega aðeins of miklar væntingar til merkisins og bjóst við “fullkomnun” eins og allir virtust tala um (ég meina það vill enginn móðga Queen Rihanna). Það er einfaldlega þannig að mér líkar ekki við matta farða og voru raunverulega engar líkur á því að Fenty yrði undantekning. Mér fannst ég samt sem áður þurfa að koma mínu áliti og reynslu áfram til ykkar. Auðvitað er farðinn ekki alslæmur þó að hann hafi ekki virkað fyrir mig.

Nú er Holiday collectionið að lenta í búðum og býst ég við því að ég láti það eiga sig. Það verður samt gaman að fylgjast með í framtíðinni og vona ég sterklega að RiRi gefi út ljómandi farða fyrir vor/sumar 2018.

       

Share: