Ég er kona sem er alltaf á síðasta snúning, með ALLT. Sérstaklega ef að ég er að fara út úr húsi og vil vera algjör skvísa. Einnig vill svo óheppilega til að ég er mjög óskipulögð (og löt). Ég get ekki sagt ykkur hve oft ég hef lent í því að þurfa að smella á mig brúnkukremi korter í brottför og byðja til guðanna að liturinn framkallist allavegana örlítið áður en ég fer út. Svo klístrast auðvitað allt í fötin mín og ég enda með ljótt far o.s.frv.

ÞANGAÐ TIL að ég kynntist Loving Tan 2 HR Express Self Tanning Mousse. Já, þið heyrðuð rétt. Brúnkufroða sem að tekur lit á aðeins tveimur tímum?! Fullkomið.

 Liturinn er rauðleitari en aðrar brúnkur sem að ég hef notað sem að hafa oftast haft grænan undirtón. Formúlan er mjög þunn og þornar fljótt á húðinni. Auðvitað er hægt að nota 2 HR Express Mousse eins og venjulega brúnufroðu. Ég hef verið að setja á mig fyrir svefn án vandræða, þá skola ég bara af mér um morguninn og er good to go. Það er bara svo þæginlegt að geta treyst á að verða brún með stuttum fyrirvara ef að það gleymist. Þegar ég ber brúnkuna á mig og er að fara út samdægurs þá bíð ég eins lengi og ég mögulega get áður en ég skola af mér, þó að liturinn þurfi ekki nema 2 tíma til að verða dökkur og flottur.

Liturinn endist vel á húðinni og fer jafnt af. Alltaf áður en ég ber á mig brúnkukrem/froðu er ég búin að skrúbba húðina með kornakremi og bera á mig rakakrem, helst kvöldið áður. Ef ég næ því ekki kvöldið áður þá nota ég olíumikinn skrúbb sem að nærir húðina vel t.d. Skinboss kaffiskrúbbinn eða Moroccan Oil Body Buff.

  Ég hef verið að mæta furðulega oft í ræktina upp á síðkastið og kom það mér vel á óvart að ég endaði ekki með hvíta bringu eftir íþróttatoppinn. Bara það eru 10/10 stig og 800 rokkstig frá mér. Ég þoli ekki brjóstahaldaraför eða hvíta handakrika.

Fyrir, er með mjög ljósa húð og fer aldrei í sól án varnar og fer aldrei í ljós. Ég er því alltaf jafn hvít allan ársins hring og gríp mjög oft í sjálfbrúnkuvörur.

Eftir eina umferð af 2 HR Express Mousse í litnum dark. Það kemur strax litur þegar þú berð froðuna á og er því auðvelt að bera hana á.

Hanskinn fá Loving Tan er sá besti sem ég hef kynnst, ótrúlega vandaður og þykkur.

Furðulegast er að örugglega í fyrsta skipti á mínum bloggferli hef ég ekkert út á að setja. Varan er einfaldlega frábær. Ef að eitthvað breytist eða kemur í ljós seinna meir þá mun ég að sjálfsögðu láta ykkur vita.

2 HR Express Deluxe Bronzing Mousse og Deluxe Self Tanning Applicator Mitt fékk ég að gjöf.

Vörurnar fást hér.

Share: