“Straight from space, right to your skin.”

Snyrtivöruheimurinn er orðinn harður og samkeppnin mikil. Framleiðendur leggja mikið á sig í að koma með áhugaverðar vörur (það mikið að glimmermaskar eru a thing..) og þurfa innihaldsefni að vera öðruvísi og nýstárleg. Hér höfum við Galactic Cleanse, andlitshreinsi með stjörnuryki og sanseringu:

Í Galatic Cleanse sjáum við aftur TEAOXI® en í þetta sinn er það Silver Hip White Tea TEAOXI®. Silver Hip er lítið unnið og talið hreinasta hvíta tea sem til er, því inniheldur það mikið af kröftugum andoxunarefnum. Moonflower oil og Bamboo Charcoal hreinsa húðina en á sama tíma gefa henni ljóma en áhugaverðasta innihaldsefnið verður að vera Mediorite Powder. Duft úr smástirni eða halastjörnu sem hefur fallið til jarðar hljómar auðvitað ægilega lekker en hvernig Glam Glow safnar því saman og hver raunveruleg efnasamsetning er…það eru spurningar sem að ég fæ ekki svarað.

Galactic Cleanse er silkimjúkur, stútfullur af nærandi innihaldsefnum og bráðnar í mjólk þegar hann kemur á húðina. Farði og önnur óhreinindi renna til og losna upp svo að þegar farið er yfir andlitið með volgu vatni/þvottapoka verður húðin hrein, mjúk og ljómandi. Fyrst er hann þykkur og hlaupkenndur en með örlitlu vatni verður hann mjólkurkenndur og rennur vel. Hann er hannaður sem lausn við þurrk og lífleysi fyrir normal, þurra og blandaða húð. Frábær viðbót í mína húðrútínu í frostinu og ekki skemmir fyrir að hann eykur ljóma og líf.  Þar sem að hann er frekar ríkur af olíu og skilur húðina eftir vel mettaða myndi ég ekki velja hann fyrir olíu miklar húðgerðir eða vandamála húð en þeir eru með aðra hreinsa fyrir þær húðgerðir.

Áður hafði ég bara verið að nota maskana frá Glam Glow og þá mest Supermud og Flashmud  en það er alltaf að bætast í vörulínuna hjá þeim. Ég hef enn ekki fundið vöru frá GG sem að hefur valdið mér vonbrigðum svo að ég er mjög spennt fyrir því að prófa fleiri vörur og aðra hreinsa.

Vöruna keypti ég mér sjálf og er færslan ekki kostuð.

Fæst hér. 

 

Share: