Rust Stack frá Melt Cosmetics var án efa ein mest notaða palettan árið 2017 hjá mér. Í Júní gaf förðunarmerkið út tvær nýjar og spennandi palettur, Gemini og Twenty Seven. Ég varð auðvitað að næla mér í aðra þeirra…

Loksins kom paletta frá Melt Cosmetics sem er í notendavænni pönnustærð! Venjulegir skuggar frá merkinu eru í gígantískri risastærð sem kannski henta illa fyrir hinn almenna neytanda. Gemini palettan er hinsvegar í “eðlilegri” pönnustærð. 10 litir, 8 mattir og 2 metallic.

 

 Grænu litirnir voru þeir sem að gripu athygili mína strax þegar palettan var auglýst, það er ekki oft sem að fallegir grænir tónar eru svona stór hluti af palettu. Það skemmir heldur ekki fyrir að hinir skuggarnir eru líka ótrúlega fallegir og í þeim tónum sem ég gríp oftast í. Allir möttu augnskuggarnir eru fullkomnir, eins og alltaf hjá Melt Cosmetics. Ég var mjög spennt að prófa svartan augnskugga frá merkinu og Bonnie er víst sá svartasti sem þau hafa framleitt. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, hann er mjög litsterkur en blandast fallega út. Það er líka algengt að grænir augnskuggar verða flekkóttir og ljótir þegar þeim er blandað út en þessir næstum því vinna vinnuna fyrir þig.

Það er einn augnskuggi í palettunni sem ég varð fyrir vonbrigðum með, týpískt að það sé akkurat sá sem er nefndur eftir palettunni. Gemini er mjög laus, “flakey” og mér finnst ekki gott að vinna með hann. Ef hann er settur á með bursta þá er hann ekki blindandi og hann festist ekki á sínum stað og hrynur út um allt. Þegar augnskuggar eru svona þá er oftast hægt að bleyta þá eða setja beint á blautann grunn (ég nota P. Louise augnskuggagrunn) þá finnst mér hann verða klessulegur. Það verður að setja hann á með fingrinum og blanda hann út þannig. Goalz er hinn sanseraði metallic augnskugginn en það er mjög gott að vinna með hann og eiginlega alveg sama hvernig hann er settur á.

 

Venjulega þegar ég er að prófa nýjar palettur þá byrja ég á því að pota í þær og swatch-a en í þetta skiptið ákvað ég að gera það ekki heldur bara að vinna með vöruna og mynda mér skoðun þannig. Það eru hinsvegar margir sem að vilja sjá litaprufur af palettunum áður en þau fjárfesta svo ég hef þau með hérna fyrir ykkur. Allir augnskuggarnir eru frekar lauspressaðir og mér fannst ég vera að misþyrma palettunni að bora fingrunum í hana en mér er þegar búið að takast að brjóta Gemini litinn ÁN þess að hafa nokkurn tíman misst palettuna. Stjúpmamma mín keypti sér Twenty Seven og fékk hana með einum skugga brotnum svo að þær eru báðar lausar í sér, you have been warned.

Í samanburði við “Stack” augnskuggapaletturnar frá Melt Cosmetics þá er frammistaða augnskuggana sú sama eða svipuð. Það er einstaklega gott að blanda þá og ég lendi aldrei í neinum vandræðum. Rust Stack litirnir eru samt þéttari og haggast ekki þó að það sé farið með fingurinn í þá eða farið brussulega með palettuna. Gemini er meira blóm og þarf ást og umhyggju.

Melt Cosmetics fæst ekki á Íslandi en ég panta vörurnar alltaf beint frá þeim. Sendingin tók frekar langan tíma en ég pantaði á útgáfudegi palettunnar 2. júní og hún var komin í lok júní til Íslands. Hún seldist upp hjá þeim til að byrja með og átti að vera limited edition en ég veit að hún var aftur sett í sölu í September og það gleður mig að tilkynna ykkur að hún er ennþá til!

Vöruna keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð. 

@rebekkaeinarsmua

Share: