Nú er gengið í garð nýtt ár stútfullt af möguleikum. 

Árið 2016 var heldur betur viðburðaríkt get ég sagt ykkur. Ég kláraði námsamninginn í snyrtifræði, tók sveinsprófin með trompi og hélt áfram að vinna á yndislegum vinnustað með svo ótrúlega góðum konum. 2016 kynntist ég endalaust af fólki innan míns áhugasviðs og ræktaði samböndin við þá sem ég þekkti fyrr og get svo sannarlega kallað þau vini mína. Ég get sagt ykkur það að förðunarheimur litla íslands er svo stútfullur af hæfileikaríku fólki og ég er ótrúlega stolt að vera partur af þessum flotta hóp.

img_2085

Í gegnum snapchat, instagram og bloggið hef ég fengið það frábæra tækifæri að koma mínum hugsunum og minni listrænu tjáningu áfram út í kosmósin. Einnig hef ég fengið það tækifæri að vinna með flott merki og er ég endalaust stolt af því, það er ótrúlega góð tilfinning að fá viðurkenningu fyrir það sem maður elskar að gera. Með þessum frábæru miðlum hefur mín vinna náð út um allan heim, með hjálp ykkar auðvitað og vil ég þakka þér kæri lesandi fyrir að lesa, horfa og like-a.

img_2058

Yfir árið fékk persónulega lífð að blómstra og ýtti mér yfir ótalmargar hindranir sem að ég hélt að ég myndi aldrei komast yfir. Kvíði og þunglyndi hafa lengi hrjáð mig en með því að henda mér út í djúpulaugina oftar en einusinni hef ég með hjálp vina og fjölskyldu náð að styrkjast andlega. Ég er sjálfsörugg í minni vinnu og ákveðin í því sem ég vil gera, ég er óhrædd við að segja mína skoðun og syndi á móti straumnum ef þess þarf. Ég er farin að þekkja minn sjúkdóm og tækla hann dag fyrir dag. Það þýðir ekki að hugsa að það verði betra í framtíðinni, framtíðin er núna. Þú berð ábyrgð á eigin hamingju, so you better work! Ástin blómstraði 2016, eins klisjukennt og það hljómar en við Davíð höfum verið föst saman á mjöðminni í rúmlega ár núna og í byrjun desember byrjuðum fluttum við saman í litla krúttlega íbúð þar sem við erum búin að hreiðra vel um okkur. Hans stuðningur er mér ómentalegur en hann ýtir mér áfram eins og jarðýta. Alltaf til staðar.

2017 verður ótrúlega gott ár, ég bara finn það á mér. Við skulum ganga inn í það með jákvæðni og heilbrigt hugarfar. Hvað sem við ætlum að gera þá er það spurning um að gera það af réttum ástæðum og setjum okkur frekar minni og viðráðanlegr markmið. Stundum líkamsrækt og borðum vel til þess að stuðla að heilbrigði og vellíðan, ekki til þess að verða sæt og mjó. Fáum okkur súkkulaði án þess að fyrirlíta okkur og fá samviskubit. Ef þig langar í nammi, fáðu þér þá nammi það er engin ástæða til þess að pína þig. Bryjum árið á því að endurskoða það hvernig við horfum á okkur sjálf, afhverju ert þú þinn versti óvinur? Gerir bumban þig að verri manneskju? Eru bólurnar þínar í alvörunni þess virði að brjóta þig niður í öreindir? Er ekki mikilvægara að vera góður og senda fallega strauma heldur en að vera eins fullkominn og hægt er? Að vera með góða nærveru og að líða vel er mun mikilvægara en útlit. Við erum öll mannleg og auðvitað öll meingölluð á okkar eigin hátt, rock it! Find beauty in your flaws, það er bara ein/nn þú!

Reynum að hugsa jákvætt um okkur og aðra, þú veist aldrei hvað náunginn er að ganga í gegnum svo þú skalt alltaf passa orð þín. Eins og RuPaul vinur minn segir:

“If you can’t love yourself, how the hell you gonna love somebody else?”

img_3809 img_3425  img_3066 img_2940 img_2911 img_2663 img_2651 img_2636 img_2625 img_2352 img_2326 img_2300 img_2292 img_2268   img_1984 img_1985 img_1986 img_1975 img_1734 img_1696  img_0972 img_0767  img_0598 img_0348 img_0299 img_0225 img_0157 img_0144  img_0097 img_0087

2017, I’m ready.

undirskrift

Share: