Healthy Mix farðinn frá Bourjois Paris á að gefa húðinni fallegan ljóma, miðlungs þekju og allt að 16 tíma endingu.

Healthy Mix formúlan er ekki húðstíflandi, inniheldur hýalúron sýru sem á að gefa húðinni raka og svo C, E og B5 vítamín fyrir andoxandi anti-aging áhrif.

Farðinn endist mjðg vel á húðinni og dugir vel út daginn og fram á kvöld. Ég verð hinsvegar ágætlega oily í gegnum hann og glansa á t-svæðinu þar sem húðin mín er feitari en það truflar mig alls ekki. Ég kýs oftast að vera með ljómafarða og tek þá áhættuna á því að glansa aðeins þegar líður á daginn. Hann gefur miðlungsþekju og fallegan ljóma, frábær fyrir létt og náttúrulegt útlit en samt hægt að byggja hann aðeins upp. Mér finnst hann ekki gera mikið til að bæta áferð húðarinnar svo þið sem viljið það gætuð þurft að setja farðagrunn undir hann í þeim tilgangi, hann er samt ekki að ýkja áferð heldur bara leggst hann yfir. Ég mæli með því ef að þið eruð með olíukennt t-svæði að púðra hann aðeins niður þar, það er misjafnt hvort ég geri það eða ekki en hann endist betur á þeim svæðum ef það er púðrað létt yfir.

Undanfarnar vikur hef ég næstum því eingöngu notað Healthy Mix þegar ég er að mála mig. Ég sé ekki mikinn mun á húðinni varðandi raka eða andoxun enda ég held að að sé best að treysta á húðvörur fyrir þá eiginleika, samt ágætur bónus að það sé í farðanum líka. Ég prófaði Healthy Mix hyljarann líka en ég er ekki eins hrifin af honum, hann gefur ekki nægilega þekju fyrir mig.

Healthy Mix farðinni er í glerflösku með pumpu og plastloki og í honum eru 30 ml af vöru. Liturinn minn heitir “Light Beige” og er númer 53.

Ég keypti Healthy Mix farðann í Druni, snyrtivöruverslun á Spáni, en hann er til á Íslandi og fæst meðal annars hjá Fotia.is og í Hagkaupum.

Færslan er ekki kostuð.

Share: