Vöruna fékk ég senda sem gjöf.

dsc_0100

Ó hvað ég er búin að uppgvöta nýtt merki sem að bæði ég og húðin mín elska. Herbivore eru náttúrulegar snyrtivörur þar sem aukaefni eru ekki í sögunni og flest ef ekki öll innihaldsefni eru virk og þjóna tilgangi fyrir húðina. Hversu yndislegt er það? Vörurnar innihalda ekki dýraafurðir, eru ekki prófaðar á dýrum, engin ónáttúruleg litarefni né ilmefni og ég gæti lengi haldið áfram. Hugsunin á bakvið merkið er sú að það sem við setjum á húðina okkar síast inn til líkamans og því eru innihaldsefnin í hæðsta gæðaflokki.

Ein vara sem mig langar að segja ykkur frá er þessi æðislegi djúphreinsimaski en ég hef verið að segja ykkur frá mikilvægi þess að djúphreinsa húðina og aðstoða hana við endurnýjun, losa sig við dauðar húðfrumur og óhreinindi. Brighten maskinn frá Herbivore er djúphreinsimaski sem að notast við ensím úr papaya og ananas, náttúrulegum ávaxtasýrum. Hrísgrjónaduft og rósavatn vinna að því að lýsa upp yfirborð húðar og gefa henni jafnara litarhaft og frísklegara útlit. Malaður tourmaline geimsteinn hitar húðina lítillega og eykur blóðflæðið á yfirborði sem að gefur boost og skilar næringu til frumna sem að sjá um að halda húðinni heilbrigðri og unglegri.

dsc_0096

Áferðin á honum er ótrúlega einkennileg en þú finnur fyrir tourmaline duftinu þar sem að það er eins og örsmáir steinar í krukkunni. Örvunin kemur þegar þú setur vöruna á þig og tekur hana af því að þá kemur smá svona skrúbb tilfinning. Það er örlítil kitl sem myndast í húðinni eins og eðlilegt er þegar borið er á sig ávaxtasýrur en hann er mildur og ætti því að henta öllum húðtýpum. Ég get ekki lýst því fyrir ykkur hversu góð lyktin af honum er en þið getið ímyndað ykkur ferskan ananas papaya kokteil á ströndinni á Hawaii, unaðslegt alveg hreint. Mér finnst varan endast mjög vel þar sem að það þarf ekki svo þykkt lag í hvert skipti, heldur bara jafnt lag yfir allt andlitið og hef ég verið að nota hann jafnt 1-2x í viku.

Fæst hjá nola.is

undirskrift

Share: