Þessi fræsla er ekki kostuð.

 HÆ! Það fór kannski ekki framhjá neinum að Haustfjord.is tók inn nýtt merki fyrr í mánuðinum, ekki nema 40+ nýjir varalitir með öllum þeim nudes sem mig getur dreymt um. Sanseraðir nudes, ósanseraðir nudes, metallic nudes….Hallóhalló! Litirnir sem ég eignaðist eru Truth or Bare og Carmella.

(JÁ ÞAÐ ERU AÐRIR LITIR EN NUDES, KÍKIÐ BARA INN Á HAUSTFJORD.IS)

DSC_0780

Nude or Bare.

Lip Hybrid nafnið kemur frá því að áferðin er eins og gloss þegar varan er sett á en þornar og er á vörunum eins og varalitur. Áferðin verður aldrei alveg mött heldur svona semi-glossy áferð en samt semi-þurrt á vörunum ef þið skiljið. Formúlan er svo einstök að erfitt er að útskýra hana með orðum, þið verðið bara að prófa og finna.

DSC_0791

Carmella.

Varan kemur í lítilli glærri krukku sem er mjög þægilegt að geyma, sérstaklega ef þú flakkar mikið með dótið þitt eins og ég. Í krukkunni eru 5 ml af vöru (venjulegur varalitur er umþb 3 grömm) og a little goes the longest way það þarf bara agnarögn til að þekja varirnar, allavega fyrir mig. Ég sé fyrir mér að þessir varalitir séu frábærir fyrir förðunarfræðinga sem þurfa að byggja upp/endurnýja kittið og þurfa vörur sem eru vinnu “friendly”. Auðvelt er að ná upp úr krukkunni varalit til þess að setja á blöndunarbakka og því þarf liturinn aldrei að fara beint á varinar – engar óþarfa bakteríur. Ég get ekki beðið eftir því að fjárfesta í fleiri litum til þess að nota bæði á mig og í vinnu.

undirskrift

 

Share: