Vörurnar voru gjöf frá Shine.is

Frábærir burstar fyrir byrjendur, hægt er að kaupa tilbúin sett með öllum þeim burstum sem þú mögulega þarft á góðu verði. Það sem mér finnst skemmtilegast við Jessup er að þeir framleiða bursta í svo mörgum stílum, það ættu allir að geta fundið sett sem að hentar þeim. Rose gold settið öskrar REBEKKA, perluhvítt skaft með rósgylltu en ég hef verið að leita að akkurat þessi lita-combói til að stilla upp á snyrtiborðinu.

Þetta 25 bursta sett inniheldur bursta í púður, farða, hyljara, skyggingu/ljóma, augabrúnir, eyeliner, augnskugga ofl. Það eina sem mér finnst vanta í settið er spoolie bursti eða greiða en það er ekkert mál að bæta því við. Einnig er hægt að fá minni sett með sömu burstum. Í þeim er blanda af gervi og náttúrulegum hárum (það fer eftir burstunum) en ég hef ekki unnið mikið með gervihár hingað til og þeir komu vel á óvart. Ótrúlega mjúkir og gott að blanda með þeim. Fallegir, góðir og á frábæru verði?! YES, please!!

Hægt er að nálgast settið hér.

Takk fyrir að lesa, xx

Share: