Ég var frekar dugleg að skoða netverslanir og versla “smá” í nóvember, Ein af mínum uppáhalds verslunum er Cultbeauty.co.uk en þar er hægt að fá ýmislegt fallegt frá þónokkrum vörumerkjum, þar á meðal Jouer Cosmetics.

Eitt kvöldið laumaðist þessi farði með í körfuna hjá mér og þrátt fyrir að langa ekkert svo mikið í hann þá lét ég bara vaða. Enn og aftur sat ég uppi með nýjan farða sem að státar sig af MATTRI áferð. Ég, komin með grænar bólur af möttum förðum þetta seasonið, prófaði Essential foundation með litlar sem engar væntingar og var svo innilega búin undir það að hata hann.

Við skulum bara orða það svo pent að hann er FLAWLESS. Það er sjaldan sem að ég finn ekkert neikvætt við farða formúlu en ég held að það hafi gerst síðast með Re(marc)able frá Marc Jacobs. Hann gerir nákvæmlega það sem hann er sagður gera, gefur fulla þekju, langa endingu og airbrush áferð. Hann er ekki alveg mattur og þrátt fyrir að vera olíulaus þá er hann alls ekki þurrkandi heldur inniheldur hann önnur rakagefandi og nærandi innihaldsefni til að jafna það út. Það sem ég elska mest við farðann er að svitaholurnar verða nánast ósjáanlegar og öll áferð á húðinni minnkar.

Farðinn er unaðslega fallegur og gefur húðinni photoshoppað útlit sem að endist og umbúðirnar eru gullfallegar, EN…. Fjandakornið af honum kostar um það bil 3.900-4000 kr fyrir utan influttningsgjöld og inniheldur hann einungis 20 ml af farða. 20 ml?! . Það þarf ekki svo mikið af honum í hvert skipti og það virðist sem svo að magnið af vöru sem við fáum fyrir sama verð fer alltaf minnkandi hjá öllum snyrtivöruframleiðendum. Sem neytandi verðum við að vera meðvituð um það hvað við erum að borga fyrir…

EN, að stóru spurningunni? Mun ég kaupa mér hann aftur? Já, Essential High Coverage Creme Foundation fær fullt hús stiga fyrir áferð, endingu og þekju, því eru allar líkur á að ég kaupi hann aftur.

Er ekki annars sagt að góðir hlutir komi í smáum umbúðum? 

Share: