Fyrr á árinu var merkið Jouer mikið á vörum (og kinnum) helstu áhrifavalda förðunarheimsins erlendis, jörðin skalf og varð til Skinny dip flóðbylgja. Síðan þá hef ég verið með annað augað á ljómapúðrunum frá þeim og einn daginn var ég surfing the interwebz, nánar tiltekið Cultbeauty.com, og ákvað að skella mér á tvo slíka.

Fyrir valinu urðu litirnir Skinny Dip og Rose Gold, það er ekkert hægt að skafa af því.. Þeir eru fallegir.

Það sem kom mér helst á óvart er hve ólík formúlan er, Rose gold liturinn er mun þurrari viðkomu og þarf nokkrar umferðir til að fá ýkt glow. Skinny Dip er hinsvegar mjög mjúkur, svo mjúkur að það tók  mig ekki nema 1 dag að brjóta hann. Formúlan fór í mél við smá högg, sem að er ekki mjög hentugt fyrir þá sem að ferðast mikið með snyrtivörurnar sínar. Hann er laus í sér og ekki nægilega vel pressaður að mínu mati. Ég kom honum fyrir aftur í dósinni með því að nota klassísku spritt aðferðina en hann virðist alltaf brotna aftur.

Rose Gold er bleiktóna litur sem að ljómar gylltu í vissu ljósi. Sem ljómapúður finnst mér hann ekkert svo spennandi vegna þess að þegar hann er ekki gylltur þá er hann fjólubleikur. Fallegur en ekki að mínu skapi.

Vinstri – Rosegold Hægri – Skinny dip

Skinny dip er  mun ýktari og er meira glimmer í honum, það þarf ekki eins mikið til að fá ýkt útlit. Hann er gylltur með peach-y undirtón en er hinsvegar freakar dökkur  og hentar því tan – dekkri húð. Hann er ótrúlega fallegur á mér þegar ég er búin að bera á mig brúnku, en þegar húðin mín er alveg ljós þá kemur hann eins og dökk skán. Því mæli ég ekki með honum fyrir ljósustu húðtýpurnar en hann er BOMB á dýpri húðtónum.

That Skinny Dip Glow, þarna er ég búin að bera á mig Loving Tan í Dark.

All in all þá eru þetta fallegir ljómalitir og formúlan (mis) góð. Ég væri til í að kaupa mér fleiri liti í línunni til að prófa.

Share: