Færslan er ekki kostuð.

OH MY, OH MY. Getið þið ímyndað ykkur hvað ég er spennt að sýna ykkur þessar dásemdir? Ég stórefa það.

Minn yndislegi, dásamlegi og heittelskaði kærasti tók sig til og pantaði í “laumi” nokkrar vörur frá Kylie cosmetics en þessi elska kann svo innilega að gleðja sína. En upp úr þurru á miðvikudagskveldi laumast hann inn til mín  með hendur fyrir aftan bak og skítaglott á andlitinu, en hann hélt á tveimur kössum sem innihéldu 3 Lipkit og 3 glossa frá KC.

DSC_0122

Eins og flestum öðrum förðunaráhugamönnum/konum hefur mig langað ÓENDANLEGA í þessa varaliti enda mögulega eftirsóttustu vörur í bransanum í dag.

DSC_0144

Litirnir og varablýantarnir frá hægri til vinstri – Dolce K, Candy K og Kourt K.

Formúlan í Liquid Lipsticks er sú léttasta sem ég hef kynnst en það er næstum því eins og að vera með ekkert á vörunum. Það er þægilegt að setja þá á en passa þarf að ekki setja of mörg lög svo að liturinn molni ekki. Með varalitunum fylgir svo varablýantur í viðeigandi lit sem er gargandi snilld því að það er alltaf smá basl að finna akkúrat varalitablýant sem passar. Ein stroka dugir til þess að ná fullkomnri þekju á Candy K og Dolce K en þegar ég setti á Kourt K þurfti ég að vinna hann aðeins betur til þess að fá jafna áferð,  hann er aðeins gegnsæjari en hinir.

DSC_0156

Dolce K á vörunum.

DSC_0101

Glossarnir eru 3 eins og er: Like, literally, so cute. (miðja, hægri, vinstri)

DSC_0075

So cute (efsti), Literally (miðjan), Like (neðsti).

Glossarnir eru rosalega litsterkir og þekja fullkomnlega. Með þeim fylgir ekki varablýantur en þeir hreifast ekki til fram yfir varirnar né blæða út í línur. Áferðin er þykk og stöm á húðinni, en mjúk á vörunum.

DSC_0104

Burstinn á mínum glossum er nýrri týpan en þær sem fengu glossana með hinum burstanum eiga að fá nýja glossa.

Ef ykkur langar til þess að eignast þessar vörur þá mæli ég með því að fylgjast vel með eftir restock á kyliecosmetics.com eða náið í appið hjá Kylie en hún tilkynnir þar fyrst og þarf að hafa hraðar hendur til þess að næla sér í.

undirskrift

Share: