Nýjasta nýtt frá Becca eru Light Chaser Highlighers.

Light Chaser eru “duochromaðir” eða tvílitir og breytast eftir því hvernig ljósið skín á þá. Liturinn sem ég á heitir Champagne Dream Flashes Bellini sem er fallegur ferskjulitur sem að breytist í rose gold í vissu ljósi. Hinsvegar þá finnst mér hann verða frekar fjólulitaður þegar hann er á andlitinu, með eða án farða. Hann er alls ekki eins blindandi og ég er vön, ekkert glimmer eða metallic áferð, heldur mild sansering.

Umbúðirnar eru gullfallegar, eins og alltaf. Inniheldur 6.5 grömm af vöru en klassísku ljómapúðrin frá Becca eru 8 gr. Formúlan er örlítið þurr og byggist ekki eins vel upp og í hinum ljómapúðrunum frá Becca.

Auðvitað er frekar erfitt taka mynda af tvískiptum lit en grunnliturinn kom bara fram þegar ég tók á myndavélina. Hinsvegar þegar ég setti litinn á andlitið og tók myndir í annari lýsingu þá náði ég duo-litnum.

Þessi mynd er tekinn á Iphone 6s í náttúrulegri birtu, hér sést vel fjólulitaði tónninn sem kemur.

Share: