Vörunar keypti ég sjálf og er færslan ekki kostuð. 

Ó elsku Lilly Lashes! Ég bara get ekki sleppt því að sýna ykkur fleiri augnhár úr Glam Collection. Hér er um að ræða 3D mink lashes sem eru ennþá meira GLAM heldur en hin frá Lilly.

Photo 02-03-16 22 49 01

Champagne

Persónulega það sem mér finnst svo fallegt er að þau eru ekki of dramatísk, en samt svo langt frá því að vera náttúruleg. Því að oft er hægt að taka fallega förðun og eyðileggja hana með því að vera með of stór augnhár með of miklu drama. Það tók mig langan tíma að átta mig á því stundum….BARA STUNDUM þá á less is more við. Ætla að kynna ykkur fyrir fjórum af þeim sex týpum sem eru til.

Photo 04-03-16 00 07 13

    Meet Alina, Beverly Hills, Champagne og Hollywood.

Photo 04-03-16 00 11 53

Hollywood voru þau fyrstu til þess að fanga athygli mína þegar ég skoðaði línuna. Þau eru lengst í miðjunni og henta því vel halo eða no-liner augnförðunum.

Beverly Hills eru létt að framan en þykkjast svo og lengjast þegar nær dregur ytri augnkrók, ótrúlega flott.

Photo 04-03-16 00 09 02

Champagne komu ótrúlega á óvart. Þegar þau eru komin á gefa þau þétt og “náttúrulegt” útlit, en ekki er mikill munur á innri og ytri augnkrók. Fókusinn er á að lengja og þétta.

Photo 04-03-16 00 08 02

Alina eru að mínu mati lang flottust, en þau eru löng alla leiðina en þéttari og “krullaðari” í endann og gefa því smá cat-eye illusion ásamt því að lyfta augnsvæðinu og gefa augunum opnara útlit.

Photo 04-03-16 00 09 53

Ég mæli sterklega með því að þið nælið ykkur í par úr þessari línu ef þið eruð að byrja að færa ykkur í team 3D lashes, og auðvitað í guðanna bænum færið ykkur yfir í team Lilly Lashes því að þau eru öll svo gullfalleg.

Mín voru keypt hjá elskulegu stelpunum mínum í CoolCos.

undirskrift

Share: