Lingerie De Peau Natural Perfecting farðinn frá Guerlain hefur verið mitt allra uppáhalds síðan hann kom út.  Formúlan er sérstaklega hönnuð til að vera létt og fegrandi án þess að áferðin verði gerfileg. Nú er komin ný útgáfa af Lingerie, De Peau Cushion.

 

Eins og Perfecting Natural foundation er Cushion útgáfan létt, rakagefandi og endist vel. Þekjan er hinsvegar mun náttúrulegri og áferðin meira “skin-like”. Farðinn er fullkominn í daglega notkun fyrir ljómandi og frísklega húð með SPF25 til að vernda gegn skaðlegum geislum sólar og Vitamin E hefur andoxandi áhrif. Í farðanum eru sanseraðar og litaleiðréttandi eindir sem að jafna út húðlit og gefa fallegan ljóma.

Umbúðirnar eru stílhreinar, einfaldar og klassískar Guerlain.  Aðrir svipaðir farðar hafa verið með svampi eða neti sem að auðveldar bakteríum og súrefni að komast í farðann og hann oxast fyrr. Lingerie De Peau Cushion er hinsvegar ekkert annað en brilliant, besta hönnun á Cushion farða sem að ég hef kynnst. Farðinn er geymdur í hólfi sem er alveg lokað en þegar ýtt er á pumpast farði upp. Hér helst formúlan fersk lengur og er alltaf vel varin.

Farðinn á húðinni. Freknur sjást vel í gegn áferðin er falleg og húðholur sjást minna. Bólur og önnur húðlýti gætu þurft  smá auka þekju en ég set persónulega mjög sjaldan hyljara á þau svæði. Mér finnst farðinn gera nóg fyrir náttúrulegt og mjúkt útlit. Fyrir ljómandi farða endist hann ótrúlega vel en hann er fallegur á húðinni allan daginn og ég hef ekki lent í því að hann renni til þótt að náttúrulegar olíur húðarinnar séu komnar fram. Það verður því að segjast eins og er að Lingerie de Peau er líklega uppáhalds farða línan mín. Einnig kom út Lingerie de Peau Aqua Nude sem á að vera enn léttari farði sem að gæti vel verið að ég næli mér í við tækifæri.

Vöruna fékk ég að gjöf.

Share: