Ég skrifaði þessa færslu fyrst í desember 2016 og núna rúmum 2 árum seinna er þetta enn einn af mínum uppáhalds förðum, því taldi ég vera kominn tíma á uppfærslu.

Lingerie De Peau er farði sem gefur miðlungs-fulla þekju og hentar öllum húðgerðum samvkæmt framleiðanda. Þrátt fyrir að gefa góða þekju þá lítur hann náttúrulega út á húðinni og ég finn ekki fyrir honum eins og mörgum öðrum förðum með álíka þekju. . Hann smitast ekki eftir að hann þornar heldur helst hann alveg á sínum stað og húðin er mjúk viðkomu í stað þess að vera rök og klístruð. Það þarf ótrúlega lítið til þess þekja allt andlitið svo að flaskan endist vel. Formúlan á að vera létt á húðinni og er farðinn hannaður til þess að ýta undir þína náttúrulegu fegurð og andlitsdrætti í stað þess að fela það og búa til grímu. Hann gefur fallegan ljóma, er silkimjúkur og fellur vel að…Svolítið eins og falleg undirföt, nema fyrir andlitið; Ekki nauðsynleg en ýkja okkar náttúrulegu línur, ýta undir kynþokka og hjálpar okkur að líða vel í eigin skinni. Það er það sem förðun snýst um auðvitað, leið til að tjá okkur og líða vel.

Það þarf ekkert að ræða það hvað umbúðirnar eru fallegar, Guerlain eru alltaf með það á hreinu. Í flöskunni eru 30 ml af vöru sem er standard fyrir farða, á honum er góð pumpa og lok sem helst vel á.

“Síðan Lingerie De Peau kom óvænt inn í líf mitt hef ég gripið í fátt annað enda frábær formúla í alla staði. Ég hef enn ekki fundið neina galla við farðann sem er mjög óalgengt fyrir mig.” 

Tveimur árum seinna og þremur farðaflöskum hef ég enn ekki fundið raunverulegan galla við farðann, hann passar mér fullkomnlega. Ég nota liti 01N og 03N en ég blanda þeim oft, 01N er fínn þegar ég er ekki með brúnku en af því að þetta er uppáhalds farðinn minn og ég nota hann mikið þá finnst mér ég þurfa að eiga tvo tóna til að geta blandað þeim eftir brúnkustatus. Þetta er ennþá einn allra fallegasti farði sem ég hef notað, hann endist vel á húðinni, gefur húðinni airbrushed útlit og er fallegur alveg þangað til ég tek hann af.

Vöruna fékk ég að gjöf.

undirskrift

 

Share: