Varan var gjöf frá Fotia.is

Ég elska að naglalakka mig. Það er eitthvað svo róandi athöfn að sitja fyrir framan sjónvarpið, undir teppi (auðvitað) og dunda sér við það að gera létta handsnyrtingu. Shjæna sig, eins og ég kalla það. Ég hef prófað allskonar týpur af lökkum sem eru nú eins misjöfn og þau eru mörg. Eitt eiga þau þó flest öll sameiginlegt og það er að vera full af efnum sem að ég get ekki einusinni borið fram.

Ég ætla mér ekki að reyna að ljúga að ykkur en ég hafði aldrei pælt í því hver innihaldslýsingin í naglalakki væri fyrr en ég eignaðist lakk frá Little Ondine. Lökkin frá Little Ondine eru nefnilega eiturefna laus án formaldehýde, toluene, DBP, formaldehyde resin, camphor, xylene, ethyl tosylamide, parabens og acetone.

Helsti kosturinn fyrir mér er að þurfa ekki að nota acetone eða naglalakkseyði til þess að fjarlægja lakkið, því þau eru peel-off. Þegar þú ert orðin þreytt/ur á þeim þa einfaldlega kropparu aðeins í það og dregur það af. Þar komum við hinsvegar að helsta ókostinum fyrir mér, það er svo ótrúlega fullnægjandi og skemmtilegt að taka þau af. Kroppfíklar eins og ég þurfa virkilega að halda í sér.

Undirbúningur fyrir lökkun er eins og með önnur naglalökk, nema þú sleppir undir/yfirlakki. Passa þarf sérstaklega að sótthreinsa nöglina fyrst svo að engin fita sé á henni. Óhrein nögl hrindir frá sér lakkinu og það flagnar fyrr af. Svo eftir lökkun má ekki bleyta neglurnar í amk 3 tíma á meðan lakkið tekur sig, það er samt alls ekki blautt allan þennan tíma heldur verður það óvenju fljótt snertiþurrt. Það þarf hinsvegar að gefa þeim tíma til að fá að þorna, vatnið bleytir lakkið upp og skemmir það.

Litirnir sem ég á heita Copper Spark (L025), sem er gróft glimmer lakk og Love Affair (L115) sem er gyllt með smá metallic áferð.

Takk fyrir að lesa, xx

Share: