Færslan er ekki kostuð.

SET PHASERS TO FUN!

Loksins, loksins, loksins kom lína í MAC sem að ég tengi við. Þegar ég sá fyrstu brotin af MAC x Star Trek þá sá ég fyrir mér sjálfa mig í röð klukkan 9:30 fyrir utan MAC í Kringlunni ásamt öðrum áhafnarmeðlimum USS Enterpirse (Starship Enterprise augljóslega) klædd í sience bláann galla með Vulcan eyrun límd á.  Þið eruð heppin að þurfa ekki að horfa upp á það en ég get glatt ykkur með því að ég fann allt heila klabbið í Washington, í þónokkrum MAC búðum.

Eftir að hafa potað í allar vörurnar, labbað þrjá hringi í kringum borðið og skoðað frá öllum sjónarhornum þá ákvað ég að ég mætti velja tvennt. Ég sé samt ótrúlega eftir því að hafa ekki keypt einn augnskugga en ætli ég geri mér ekki stutta innlits ferð í MAC og athugi hvort eitthvað sé eftir (Hversu margir trekkies eru á Íslandi?!).

  dsc_0440-1

Púðrið er hybrid af kinnalit og ljómapúðri, mjög multi use. Það ber nafnið Strange new worlds.

dsc_0433-1

Varaliturinn LLAP, Live long and prosper!

dsc_0429

Spock á sér stað í hjarta mínu, að eilífu.

 best-spock-leonard-nimoy-star-trek-episodes-750x480

Buy more make-up, it’s only logical.

undirskrift

Share: