Í júni í fyrra skrifaði ég um æðislega glimmer augnskugga sem einstaklega þægilegt er að nota og hafa slegið hefur í gegn. Núna er ég með sömu augnskuggana í setti sem inniheldur 6 stykki í minni útfærslu.

Varan var gjöf frá Shine.is

Þið getið lesið færsluna sem ég skrifaði um þessa augnskugga hér.

Gaman að geta prófað fleiri liti án þess að kaupa sér þá alla í fullri stærð, tilvalið fyrir okkur sem erum dugleg að breyta til.

Öðru megin er krem augnskuggi sem settur er á augnlokið og notaður sem grunnur eða lím fyrir glimmerið sem er hinumegin.

Margaret, Eldora, Talia, Adelio, Lottie, Irene.

Ótrúlega fallegir augnskuggar sem að endast vel á augnum og eru þægilegir í notkun.

Afþví að blandan er metallist liquid foil og glitter þá eru áhrifin dramatísk og glampar fallega á þá. Hér er ég með litinn Margaret.

Share: